Viðskipti innlent

Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, sem yfirtók í dag framleiðslueiningu á Spáni.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, sem yfirtók í dag framleiðslueiningu á Spáni. Mynd/GVA

Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE

Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna.

STE Packagin Development sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og dreifingu á sérhæfðum snyrtivöruumbúðum og íhlutum fyrir þær.

Haft er eftir Ragnhildi Geirsdóttur, forstjóra Promens, í tilkynningu að yfirtakan falli vel að stefnumótum fyrirtækisins um vöxt innan mikilvægra geira í neytendaumbúðum, í þessu tilfelli snyrtivöru, jafnframt því að skapa fyrirtækinu frekari fótfestu á Spáni. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru mörg þekkt vörumerki innan snyrtivörugeirans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×