Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan tók sprettinn

Ari Edwald, forstjóri 365. Gengi félagsins rauk upp um tæp átta prósent í Kauphöllinni í dag.
Ari Edwald, forstjóri 365. Gengi félagsins rauk upp um tæp átta prósent í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa tók sprettinn rétt fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum. Gengi bréfa í 365 leiddi lestina fram eftir degi en það hækkaði langmest skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 7,97 prósent. Gengi allra fjármálafyrirtækjanna hækkaði sömuleiðis. Föroyabanki er það undanskilinn en gengi bréfa í honum lækkaði mest, um 2,17 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,46 prósent við enda viðskiptadagsins og stendur vísitalan í 8.094 stigum. Árshækkun hennar nemur 26,27 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×