Robert Pires, fyrrum félagi Thierry Henry frá því hjá Arsenal, segir hjónaskilnaðinn vera ástæðu þess að stuðningsmenn Barcelona hafi enn ekki fengið að sjá hinn sanna Henry.
Henry opnaði markareikning sinn formlega í Meistaradeildinni í kvöld, en félagi hans segir skilnað framherjans við konuna vega þyngra en menn geri sér grein fyrir. "Það er alltaf erfitt að koma í nýja deild - það vita allir sem hafa reynt það. En ég held að menn verði líka að taka það með í reikninginn að Henry var að skilja við konu sína og fær ekki einu sinni að hitta dóttur sína og það kanna að hafa sitt að segja með frammistöðu hans á vellinum. Ég þekki hann samt vel og ég veit að hann verður ekki lengi að stimpla sig inn hjá Barcelona," sagði Pires sem leikur með Villarreal á Spáni.