Viðskipti innlent

Candover dregur tilboð í Stork til baka

Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Eyris Invest, ásamt Herði Arnarsyni, forstjóra Marel Food Systems.
Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Eyris Invest, ásamt Herði Arnarsyni, forstjóra Marel Food Systems. Mynd/Anton

Breska fjárfestingafélagið Candover hefur dregið yfirtökutilboð sitt í hollensku iðnsamsteypuna Stork NV til baka þar sem tilskilinn fjöldi hluthafa var ekki samþykkur því. LME, eignarhaldsfélag í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Marel, sem er stærsti hluthafi Stork, hefur átt í viðræðum við forsvarsmenn Candover vegna tilboðsins og verður þeim haldið áfram.

LME hefur lengi haft hug á að festa sér matvælavinnsluvélahluta Stork-samstæðunnar, Stork Food Systems. Í kjölfar þess að Candover gerði 1,5 milljarða evra yfirtökutilboð í Stork fyrr á árinu jók LME hratt við hlut sinn í samstæðunni og fer nú með rúm 43 prósent hlutafjár í henni.

Í tilkynningu frá Marel Food Systems í dag kemur fram að báðir aðilar hafi ákveðið að halda formlegum viðræðum sínum áfram og skoða aðrar mögulegar útfærslur með hag allra hagsmunaaðila í huga.

Frekari yfirlýsing verði gefin út á viðeigandi tímapunkti, en þó eigi síðar en

um miðjan október næstkomandi, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×