Viðskipti innlent

Dregur úr veltu á fasteignamarkaði

Reykjavík.
Reykjavík.

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 864 talsins í ágúst samanborið við 999 í júlí, samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Greiningardeild Kaupþings segir að þótt dregið hafi úr veltu kaupsamninga eru þeir tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra.

Greiningardeildin bendir á í Hálffimmfréttum sínum að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið afar dræm á sama tíma í fyrra. Á móti jókst veltan í krónum talið gríðarlega, eða um 25 milljarða króna sem jafngildir 110 prósenta aukningu.

Greiningardeildin spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs í þessum mánuði þrátt fyrir að reikna megi með að eftirspurn minnki á fasteignamarkaði næstu mánuði vegna hækkandi vaxta á íbúðalánum og erfiðara aðgengis að lánsfé. Næstu mánuði mun hins vegar kólna á fasteignamarkaði og muni það hafa áhrif á verðbólguhorfur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×