Spænski knattspyrnumaðurinn Oleguer gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa komist í kast við lögreglu í átökum sem brutust út fyrir utan krá í grennd við Barcelona fyrir tæpum þremur árum.
Til átaka kom fyrir utan bar nokkurn þann 27. september árið 2003 þegar átti að fara að loka og var lögregla kölluð til. Þar lentu lögreglumenn í átökum við 10 manns og mun Oleguer hafa verið einn hinna ákærðu.