Viðskipti innlent

Hagnaður Eikar tífaldaðist á milli ára

Fasteignafélagið Eik, sem er í eigu FL Group, Baugs Group, Saxbyggs og Fjárfestingafélagsins Primusar ehf., skilaði hagnaði upp á tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæp tíföldun á milli og besta afkoman á fyrstu sex mánuðum ársins í sögu fyrirtækisins.

Kaupþing átti Eik áður en seldi það til félagsins Eikarhalds ehf., sem er í eigu fyrrnefndra félaga.

Í árshlutauppgjöri félagsins segir að leigutekjur hafi numið 684,6 milljónum króna samanborið við 562,6 milljónir árið á undan. Jukust þær hlutfallslega meira en kostnaðurinn vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði félagsins.

Að baki þessu liggur meðal annars hækkun leigutekna sem aftur leiddi til hækkunar á virði fasteigna félagsins, að því er segir í uppgjörinu.

„Virðisútleiguhlutfallið er nú rétt tæp 100 prósent og framtíðarhorfur því bjartar," segir þar.

Árshlutauppgjör Eikar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×