Viðskipti innlent

Landsbankinn spáir aukinni verðbólgu

Útsalan búin. Greiningardeild Landsbankans segir að meðal annars muni útsölulok leiða til aukinnar verðbólgu.
Útsalan búin. Greiningardeild Landsbankans segir að meðal annars muni útsölulok leiða til aukinnar verðbólgu. Mynd/Vilhelm

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki talsvert í september, eða um 1,4 prósent. Gangi það eftir mun verðbólga fara úr 3,4 prósentum í 4,3 prósent.

Í verðbólguspá bankans segir meðal annars að hækkunina megi rekja til útsöluloka sem muni leiða til töluverðrar hækkunar á skóm og fötum auk þess sem verð á húsbúnaði muni hækka samfara því. Þá spilar inn í útreikningana verðhækkun á eldsneyti og matvöru en verð á hveiti og smjöri hefur hækkað nokkuð á erlendum mörkuðum upp á síðkastið.

Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði og veikingu krónunnar.

Verðbólguspá Landsbankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×