Viðskipti innlent

Gengi krónu styrkist í kjölfar veikingar

Greiningardeild Landsbankans telur líkur á að gengi krónunnar haldist sterk allt fram á næsta ár.
Greiningardeild Landsbankans telur líkur á að gengi krónunnar haldist sterk allt fram á næsta ár.

Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik eftir snarpa veikingu síðustu vikur samfara óróa á alþjóðamörkuðum. Greiningardeild Landsbankans segir endurheimt jafnvægi á mörkuðum ytra muna endurvekja hneigð til styrkingar.

Greiningardeildin segir að niðurstaðan sé sú að þegar jafnvægi myndist á fjármálamörkuðum á nýjan leik séu allar líkur á því að gengi krónunnar styrkist á ný og ætti gengisvísitalan að vera í námunda við 115 stig um næstu áramót.

Deildin telur að krónan muni haldast sterk á næsta ári og að gengisvísitalan verði að jafnaði 115 stig á árinu. „Þegar frá líður er óhjákvæmilegt annað en að krónan veikist samfara minnkandi vaxtamun á árunum 2009-10 og leiti til baka í jafnvægisgildi vísitölunnar sem við teljum að sé á bilinu 125 - 130 stig," segir í Vegvísi greiningardeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×