Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa lækkar í Kauphöllinni

Sigurjón Þ. Árnason, annar af bankastjórum Landsbankans. Gengi bréfa í bankanum leiðir lækkun á gengi fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni.
Sigurjón Þ. Árnason, annar af bankastjórum Landsbankans. Gengi bréfa í bankanum leiðir lækkun á gengi fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Landsbankanum leiðir lækkunina nú en verðið hefur lækkað um 2,21 prósent það sem af er dags. Fast á hæla bankans fylgir gengi bréfa í Straumi-Burðarási, FL Group og Glitni.

Þá hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,68 prósent og stendur hún í 8.2109 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×