Real Madrid er búið að ganga frá kaupunum á Gabriel Heinze frá Manchester United og Arjen Robben frá Chelsea. Leikmennirnir skrifuðu báðir undir samning í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. Madrid borgaði 24 milljónir punda fyrir Robben sem skrifaði undir fimm ára samning, en Heinze kostaði félagið átta milljónir punda og skrifaði hann undir fjögurra ára samning.
Heinze og Robben gætu báðir þreytt frumraun sína með Spánarmeisturunum gegn Atletico Madrid um helgina.