Viðskipti innlent

Græn byrjun í Kauphöllinni

Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Gengi bréfa í félaginu leiddi hækkun í Kauphöllinni við opnun viðskipta í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Gengi bréfa í félaginu leiddi hækkun í Kauphöllinni við opnun viðskipta í dag. Mynd/GVA
Gengi nær allra hlutabréfa í Úrvalsvísitölunni hækkaði við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Einungis gengi bréfa í einu fyrirtæki stendur í stað. Hækkunin í Kauphöllinni er í samræmi við hækkanir á helstu fjármálamörkuðum í heimi í dag. FL Group leiðir hækkun dagsins en gengi bréfa í félaginu fór upp um 3,28 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust. Fjármálafyrirtæki fylgja fast á eftir.

Einungis gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur stendur í stað.

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu við lokun markaða í gær en ástæðan fyrir því er aukin bjartsýni fjárfesta vestanhafs eftir að Bank of America keypti hlut í Countrywide Financial, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, fyrir tvo milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 130 milljarða íslenskra króna.

Hlutabréf á öðrum fjármálamörkuðum hækkaði í kjölfarið, meðal annars í Asíu og Evrópu. Nikkei-vísitalan hækkaði um rúm tvo prósent í dag en hækkunin í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi nemur rúmu prósenti.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,89 prósent og stendur hún í 8.466 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×