Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan undir 8.000 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,47 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur nú í 7.994 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan maí. Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Gengi bréfa í Exista hafa lækkað mest, eða um 5,49 prósent.

Gengi krónunnar hefur hefur sveiflast nokkuð í morgun en það hefur lækkað um 0,1 prósent og stendur gengisvísitalan í 121,8 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×