Viðskipti erlent

Kínverjar horfa til Hollands

Maður skoðar fartölvu frá Lenovo í Kína.
Maður skoðar fartölvu frá Lenovo í Kína. Mynd/AFP

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna.

Gangi kaupin eftir verða þau liður Lenovo í aukinni markaðssókn í Evrópu. Fyrirtækið keypti tölvuframleiðslu IBM fyrir tveimur árum og framleiðir nú tölvur undir merkjum IBM. Fyrirtækinu hefur ekki tekist sem skildi að marka spor í Evrópu.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu stór markaðshlutdeild Packard Bell hefur á evrópsku tölvumarkaði í Evrópu. BBC segir fyrirtækið flagga þriðja sætinu í álfunni yfir umsvifamestu tölvuframleiðendurna en tekur fram að aðrir telji fyrirtækið í raun sitja í sjötta til sjöunda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×