Real Madrid hefur ráðið Þjóðverjann Bernd Schuster sem þjálfara félagsins. Hann þjálfaði áður Getafe og náði góðum árangri með liðið en hann er 48 ára gamall. Ítalski þjálfarinn Fabio Capello var rekinn fyrr í sumar þrátt fyrir að hafa gert liðið að spænskum meisturum í fyrsta sinn í fjögur ár.
Real mun væntanlega líka kynna til leiks þýska varnarmanninn Christoph Metzelder en hann kom á frjálsri sölu frá þýska liðinu Borussia Dortmund. Metzelder er 26 ára.