Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld 23. júní 2007 18:56 Sevilla er talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í kvöld NordicPhotos/GettyImages Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Sevilla er fyrirfram talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum, en þó er Getafe sýnd veiði en ekki gefin eins og komið hefur á daginn í keppninni. Getafe sló þannig út bæði Valencia og Osasuna - og setti á svið einn dramatískasta leik í sögu keppninnar með 4-0 sigri á Barcelona í síðari leik liðanna á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-2 í Katalóníu. Sevilla hefur þrisvar unnið sigur í Konungsbikarnum en sá síðasti kom fyrir 60 árum síðan. Sevilla hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár sem er besti árangur liðsins í deildinni síðan árið 1970. Smálið Getafe hefur hinsvegar aldrei unnið titil í sögu félagsins og er að leika til úrslita um bikar í fyrsta sinn í kvöld. Liðið endaði í níunda sæti í spænsku deildinni annað árið í röð en átti frábæran árangur á heimavelli þar sem það tapaði ekki leik gegn sex efstu liðunum í deildinni í allan vetur. "Ég hef áhyggjur af andrúmsloftinu í kring um félagið í augnablikinu og menn verða að vera með rétta hugarfarið þegar þeir spila úrslitaleik. Það er eins og allir séu að undirbúa sig fyrir fagnaðarlæti í Madrid um helgina og enginn virðist hafa svo mikið sem hugsað til þess að við getum tapað þessum leik. Getafe er mjög hungrað í að vinna sinn fyrsta titil í sögu félagsins og verður því erfið hindrun. Liðið er með frábæran árangur gegn stórliðum í vetur og nýtir sér alltaf styrk sinn gegn hvaða andstæðingi sem er," sagði Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Bernd Schuster, þjálfari Getafe, hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid á næstu leiktíð og því gæti þetta orðið síðasti leikur hans með liðið. Miðvörðurinn David Belenguer er klár í slaginn og hefur sent Sevilla skilaboð fyrir úrslitaleikinn. "Allir sem vita eitthvað um fótbolta vita að Getafe mun ekki leggjast í jörðina og gráta," sagði hann. Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Sevilla er fyrirfram talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum, en þó er Getafe sýnd veiði en ekki gefin eins og komið hefur á daginn í keppninni. Getafe sló þannig út bæði Valencia og Osasuna - og setti á svið einn dramatískasta leik í sögu keppninnar með 4-0 sigri á Barcelona í síðari leik liðanna á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-2 í Katalóníu. Sevilla hefur þrisvar unnið sigur í Konungsbikarnum en sá síðasti kom fyrir 60 árum síðan. Sevilla hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár sem er besti árangur liðsins í deildinni síðan árið 1970. Smálið Getafe hefur hinsvegar aldrei unnið titil í sögu félagsins og er að leika til úrslita um bikar í fyrsta sinn í kvöld. Liðið endaði í níunda sæti í spænsku deildinni annað árið í röð en átti frábæran árangur á heimavelli þar sem það tapaði ekki leik gegn sex efstu liðunum í deildinni í allan vetur. "Ég hef áhyggjur af andrúmsloftinu í kring um félagið í augnablikinu og menn verða að vera með rétta hugarfarið þegar þeir spila úrslitaleik. Það er eins og allir séu að undirbúa sig fyrir fagnaðarlæti í Madrid um helgina og enginn virðist hafa svo mikið sem hugsað til þess að við getum tapað þessum leik. Getafe er mjög hungrað í að vinna sinn fyrsta titil í sögu félagsins og verður því erfið hindrun. Liðið er með frábæran árangur gegn stórliðum í vetur og nýtir sér alltaf styrk sinn gegn hvaða andstæðingi sem er," sagði Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Bernd Schuster, þjálfari Getafe, hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid á næstu leiktíð og því gæti þetta orðið síðasti leikur hans með liðið. Miðvörðurinn David Belenguer er klár í slaginn og hefur sent Sevilla skilaboð fyrir úrslitaleikinn. "Allir sem vita eitthvað um fótbolta vita að Getafe mun ekki leggjast í jörðina og gráta," sagði hann.
Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira