Toni fer til Bayern

Ítalski landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina mun ganga í raðir Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti forseti ítalska félagsins í dag. Toni stóð til boða að ganga til liðs við bæði stórliðin í Mílanó, en hinn 30 markaskorari vildi heldur fara ti Þýskalands af virðingu við Fiorentina. Talið er að verðmiðinn á kappanum verði í kring um 8 milljónir punda.