Fall á tyrkneskum hlutabréfamarkaði 30. apríl 2007 09:33 Andstæðingar Abdullah Gul mótmæla forsetaframboði hans um helgina í Istanbúl í Tyrklandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir að ríkisstjórn landsins velji nýjan forseta. Líran, gjaldmiðill landsins, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. Mikil mótmæli hafa verið í Tyrklandi um helgina við forsetaframboð Abdullah Guls, utanríkisráðherra landsins, sem náði ekki sigri í fyrstu umferð forsetakosninganna en óttast er að hann færi stjórnun landsins í trúarlega átt en nú er. Gul neitaði að draga sig í hlé. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins en í stað þess að kjósa Gul vísaði þingið málinu til stjórnarskrárdómstóls landsins. Tyrkneski herinn hefur sakað stjórnvöld um að vera hliðholl islömskum öflum í samfélaginu. Stjórnarflokkurinn þykir hafa stutt við bakið á róttækum múslimum, meðal annars með því að styðja skóla sem byggir á Kóraninum og reyna að fá aflétt banni við því að konur noti höfuðklúta í skólum og opinberum skrifstofum. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur tyrkneski herinn áður blandað sér í stjórnmál þar í landi og velt þremur ríkisstjórnum úr sessi síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Telja greinendur því líkur á því að herinn muni blanda sér í forsetabaráttuna á nýjan leik. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöll Tyrklands féll um 8 prósent við opnun markaða í dag eftir að orðrómur fór á kreik að herinn muni koma í veg fyrir að ríkisstjórn landsins velji nýjan forseta. Líran, gjaldmiðill landsins, hefur sömuleiðis lækkað um 4 prósent í dag. Mikil mótmæli hafa verið í Tyrklandi um helgina við forsetaframboð Abdullah Guls, utanríkisráðherra landsins, sem náði ekki sigri í fyrstu umferð forsetakosninganna en óttast er að hann færi stjórnun landsins í trúarlega átt en nú er. Gul neitaði að draga sig í hlé. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins en í stað þess að kjósa Gul vísaði þingið málinu til stjórnarskrárdómstóls landsins. Tyrkneski herinn hefur sakað stjórnvöld um að vera hliðholl islömskum öflum í samfélaginu. Stjórnarflokkurinn þykir hafa stutt við bakið á róttækum múslimum, meðal annars með því að styðja skóla sem byggir á Kóraninum og reyna að fá aflétt banni við því að konur noti höfuðklúta í skólum og opinberum skrifstofum. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur tyrkneski herinn áður blandað sér í stjórnmál þar í landi og velt þremur ríkisstjórnum úr sessi síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Telja greinendur því líkur á því að herinn muni blanda sér í forsetabaráttuna á nýjan leik.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira