Valsmenn eru Íslandsmeistarar 22. apríl 2007 17:50 Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Sjá meira