Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona 18. apríl 2007 21:04 Leo Messi fór hamförum í kvöld AFP Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun. Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. Barcelona byrjaði leikinn af krafti og Xavi kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Messi á 18. mínútu. Annað mark Barcelona var sannarlega eftirminnilegt, því það var glettilega líkt markinu sem landi hans Maradona skoraði gegn Englendingum á HM árið 1986 - en það er oft nefnt fallegasta mark allra tíma. Messi fékk boltann úti á hægri kanti við miðlínu og lék á eina sex leikmenn liðsins og renndi boltanum í netið. Stórkostlegt mark. Annað mark Argentínumannsins kom svo á lokamínútu hálfleiksins og var það líka glæsilegt - en það féll algjörlega í skugga þess fyrra. Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir heimamenn og ekkert benti til annars en að liðið væri komið áfram í einvíginu þó það ætti eftir að spila síðari leikinn á útivelli. Annað kom þó heldur betur á daginn, því þeir Guiza og Nacho minnkuðu muninn í 3-2 með tveimur mörkum á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks. Skyndilega var allt opið, en þá kom til kasta landsliðsfyrirliðans Eiðs Smára Guðjohnsen, sem læddi boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu. Eiði var svo skipt af velli skömmu síðar, en Samuel Eto´o gerði út um leikinn á 75. mínútu og tryggði 5-2 sigur heimamanna. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var hreint út sagt frábær skemmtun.
Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira