Kaup & Sala
- Pepe, hinn brasilíski varnarmaður hjá Porto, vill koma sér til Chelsea (Daily mirror).
- Djibril Cisse gæti verið á leiðinni til New York Red bull í sumar eftir að hafa staðið sig hræðilega illa með Marseille í vetur (Daily Mirror).
- Sylvain Distin, varnarmaður Manchester City, ætlar að fara frá liðinu nema það sýni meiri metnað (Daily Mail).
- Owen Hargreaves, leikmaður Bayern Munchen, er falur fyrir litlar 17 milljónir punda (Daily Telegraph).
- Martin O'Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, ætlar sér að kaupa Artur Boruc, markvörð Glasgow Celtic, í sumar (Daily Record).
- Shunsuke Nakamura, miðjumaður Glasgow Celtic, ætlar sér að vera áfram hjá Celtic þrátt fyrir áhuga spænskra liða svo hann geti gert atlögu að meistaradeildinni (The Express).
Annað Slúður
- Real Madrid hafa gert nýja tilraun til þess að krækja í Jose Mourinho, framkvæmdastjóra Chelsea (The Sun).
- Ameríski auðkýfingurinn Sten Kroenke hefur aukið hlut sinn í Arsenal í 11% en sögusagnir hafa heyrst um að hann ætli sér að taka félagið yfir (Daily mirror).
- Tveir Bandaríkjamenn slást um 30% hlut í Manchester City (Daily Mirror).
- UEFA óttast að enskur úrslitaleikur í meistaradeildinni gæti endað með átökum á milli áhangenda liðanna (Daily Express).