Tilboð í Chrysler fær dræmar viðtökur 11. apríl 2007 09:13 Kirk Kerkorian. Mynd/AFP Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. Stjórn og hluthafar DaimlerChrysler segja tilboðið fjarri veruleikanum og eina tilgang þess að valda umróti innan hluthafahópsins. Bandaríska dagblaðið The Detroit Free Press hefur eftir þýskum greinanda að stjórn bílaframleiðandans vilji síst af öllu setjast við samningaborðið með bandaríska auðkýfingnum. Kerkorian keypti hluti í Chrysler á tíunda áratug síðustu aldar og gerði yfirtökutilboð í félagið í kjölfarið. Þegar Daimler-Benz og Chrysler gengu í eina sæng árið 1998 reyndi hann að kæra ferlið á þeim forsendum að það kæmi niður á hagnaði hans af sölu hlutabréfa. Það skilaði engum árangri. Er sagt að yfirtökutilboð hans nú eigi að endurspegla skoðun hans á því að samruninn hafi ekki skilað því sem vænst var til enda hefur Chrysler-hlutinn dregið úr heildarafkomu DaimlerChrysler með viðvarandi hallarekstri, ekki síst í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 1,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmum 100 milljörðum íslenskra króna. Auk Kerkorians hafa nokkur félög sýnt áhuga á kaupum á Chrysler. Þar á meðal kanadíska fyrirtækið Magna International og fjárfestingasjóðirnir Blackstone Group og Cerberus Capital Management. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirtökutilboð bandaríska auðkýfingsins Kirk Kerkorian í bandaríska Chrysler-hluta þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur fengið dræmar viðtökur innan stjórnar fyrirtækisins. Tilboðið hljóðar upp á 4,5 bandaríkjadali, jafnvirði rúmra 302 milljarða íslenskra króna. Þetta er helmingi minna en gert var ráð fyrir að fengist fyrir fyrirtækið. Stjórn og hluthafar DaimlerChrysler segja tilboðið fjarri veruleikanum og eina tilgang þess að valda umróti innan hluthafahópsins. Bandaríska dagblaðið The Detroit Free Press hefur eftir þýskum greinanda að stjórn bílaframleiðandans vilji síst af öllu setjast við samningaborðið með bandaríska auðkýfingnum. Kerkorian keypti hluti í Chrysler á tíunda áratug síðustu aldar og gerði yfirtökutilboð í félagið í kjölfarið. Þegar Daimler-Benz og Chrysler gengu í eina sæng árið 1998 reyndi hann að kæra ferlið á þeim forsendum að það kæmi niður á hagnaði hans af sölu hlutabréfa. Það skilaði engum árangri. Er sagt að yfirtökutilboð hans nú eigi að endurspegla skoðun hans á því að samruninn hafi ekki skilað því sem vænst var til enda hefur Chrysler-hlutinn dregið úr heildarafkomu DaimlerChrysler með viðvarandi hallarekstri, ekki síst í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 1,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmum 100 milljörðum íslenskra króna. Auk Kerkorians hafa nokkur félög sýnt áhuga á kaupum á Chrysler. Þar á meðal kanadíska fyrirtækið Magna International og fjárfestingasjóðirnir Blackstone Group og Cerberus Capital Management.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira