
Fótbolti
Valencia lagði Espanyol

Valencia skaust í þriðja sætið í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol 3-2 í hörkuleik þar sem David Villa, Miguel Angulo og Vicente skoruðu mörk heimamanna á Mestalla. Luis Garcia og Alberto Riera skoruðu mörk gestanna. Real Madrid getur náð þriðja sætinu á ný með sigri á Osasuna á morgun.