Útlitið er ekki bjart fyrir Jose Mourinho og lærisveina hans hjá Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Tottenham í ensku bikarkeppninni. Staðan er 3-1, gestunum frá Tottenham í vil, en varnarleikur heimamanna minnir helst á gatasigti.
Dimitar Berbatov skoraði fyrsta markið strax á 5. mínútu en Frank Lampard jafnaði á 28. mínútu. Michael Essien skoraði síðan afar klaufalegt sjálfsmark á 28. mínútu áður en Hossam Ghaly skoraði þriðja mark Tottenham á 36. mínútu, eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna.
Chelsea leikur án John Terry, og munar greinilega um minna því vörn liðsins hefur verið herfileg það sem af er.