Brasilíumaðurinn Ronaldinho mætti ekki á æfingu hjá Barcelona í dag vegna tognunar í vinstri fæti. Hann mun gangast undir frekari læknisrannsóknir, en óttast er að hann missi af stórleiknum við Real Madrid á laugardagskvöldið. Endanleg ákvörðun um þáttöku leikstjórnandans verður líklega ekki tekin fyrr en á laugardag, en ljóst er að mikið er í húfi í leiknum.