LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum 10. febrúar 2007 18:45 Það vilja allir spila með sama liði og David Beckham. MYND/AFP Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Sjá meira
Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Sjá meira