Bryndís Schram og Sigur Rós stöðva framkvæmdir í Mosó 31. janúar 2007 15:57 Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Það voru Varmársamtökin sem berjast gegn lagninu brautarinnar sem efndu til mótmælanna og að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns í samtökunum, komu á bilinu 50-60 saman við brúna hjá gömlu ullarverksmiðjunni og flögguðu í hálfa stöng vegna framkvæmdanna sem þau segja að muni eyðileggja Álafosskvosina. Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu. Um klukkan tvö hafi svo byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar komið á vettvang og stöðvað algerlega framkvæmdir en mótmælendur viti ekki hvers vegna hann hafi komið. Vinnuvélarnar hafi í kjölfarið yfirgefið staðinn. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Bærinn vilji að sjálfsögðu fara að lögum og vinna með íbúum á svæðinu og Varmársamtökunum og hann reikni með að kynningargögn vegna þessa tiltekna svæðis liggi fyrir í næstu viku og í framhaldinu verði boðað til kynningarfundar með íbúum.Reyna að fá lögbannSigur Rósarmeðlimir í mótmælunumí dagSigrún segir að með mótmælunum hafi Varmársamtökin viljað hvetja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar sem þau segja að geti þjónað tíu þúsund bílum. Slíkt raski mikið umhverfinu í Álafosskvosinni og hafi meðal annars áhrif á Varmána sem sem sé ein af fáum varmám á landinu og hafi bæði vísinda- og útivistargildi.Segir Sigrún að samtökin hafi kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá muni samtökin kæra þann úrskurð umhverfisráðherra, að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat, til dómstóla og reyna að fá lögbann á framkvæmdina. Hefur Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður tekið að sér málsóknina. Sigrún segir að meðal þeirra sem berjist gegn tengibrautinni séu sveitarmeðlimir í Sigur Rós sem meðal annars eru með upptökver á þessum slóðum. Þeir hyggjast halda tónleika til styrktar Varmársamtökunum þann 18. febrúar ásamt öðrum tónlistarmönnum í Verinu í Héðinshúsinu. Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Það voru Varmársamtökin sem berjast gegn lagninu brautarinnar sem efndu til mótmælanna og að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns í samtökunum, komu á bilinu 50-60 saman við brúna hjá gömlu ullarverksmiðjunni og flögguðu í hálfa stöng vegna framkvæmdanna sem þau segja að muni eyðileggja Álafosskvosina. Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu. Um klukkan tvö hafi svo byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar komið á vettvang og stöðvað algerlega framkvæmdir en mótmælendur viti ekki hvers vegna hann hafi komið. Vinnuvélarnar hafi í kjölfarið yfirgefið staðinn. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Bærinn vilji að sjálfsögðu fara að lögum og vinna með íbúum á svæðinu og Varmársamtökunum og hann reikni með að kynningargögn vegna þessa tiltekna svæðis liggi fyrir í næstu viku og í framhaldinu verði boðað til kynningarfundar með íbúum.Reyna að fá lögbannSigur Rósarmeðlimir í mótmælunumí dagSigrún segir að með mótmælunum hafi Varmársamtökin viljað hvetja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar sem þau segja að geti þjónað tíu þúsund bílum. Slíkt raski mikið umhverfinu í Álafosskvosinni og hafi meðal annars áhrif á Varmána sem sem sé ein af fáum varmám á landinu og hafi bæði vísinda- og útivistargildi.Segir Sigrún að samtökin hafi kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá muni samtökin kæra þann úrskurð umhverfisráðherra, að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat, til dómstóla og reyna að fá lögbann á framkvæmdina. Hefur Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður tekið að sér málsóknina. Sigrún segir að meðal þeirra sem berjist gegn tengibrautinni séu sveitarmeðlimir í Sigur Rós sem meðal annars eru með upptökver á þessum slóðum. Þeir hyggjast halda tónleika til styrktar Varmársamtökunum þann 18. febrúar ásamt öðrum tónlistarmönnum í Verinu í Héðinshúsinu.
Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira