Það er ekki tekið út með sældinni að vera knattspyrnustjóri Bayern Munchen, en þýskir fjölmiðlar greina frá því nú eftir hádegið að félagið hafi rekið þjálfarann Felix Magath úr starfi í kjölfar lélegs gengis liðsins í undanförnum leikjum. Magath hafði stýrt liði Bayern til sigurs í deild og bikar bæði árin sín hjá félaginu. Það verður fyrrum þjálfari liðsins, Ottmar Hitzfeltd, sem tekur við það sem eftir lifir leiktíðar.
"Við urðum að grípa í taumana þar sem sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð var komið í hættu," sagði í yfirlýsingu frá Bayern í dag.