Hefnd er efst í huga Wenger 28. janúar 2007 14:00 Arsene Wenger hefur úr takmörkuðum hópi leikmanna að velja fyrir leikinn gegn Bolton í dag vegna meiðsla og leikbanna. MYND/Getty Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sjá meira
Arsene Wenger hefur í huga að hefna fyrir ófarir Arsenal gegn Bolton upp á síðkastið þegar liðin mætast í ensku bikarkeppninni kl. 16 í dag. Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn Bolton og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum liðanna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Bolton sló Arsenal út úr bikarkeppninni á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann sannfærandi sigur á Wenger og lærisveinum hans í deildinni fyrr í vetur, 3-1. Svo virðist sem að Arsenal ráði illa við leikstíl Bolton, sem einkennist af löngum og háum sendingum. "Það er rétt að við höfum ekki náð okkur á strik þegar við mætum Bolton en ég held að það sé að miklu leyti vegna óheppni. Þegar þeir unnu okkur í deildinni fyrir áramót skoruðu þeir tvö frábær mörk. Ég held að við getum vel ráðið við þeirra leik. Fyrir tveimur árum áttum við kannski í erfiðleikum en liðið hefur tekið miklum framförum á síðustu misserum og við eigum vel að geta ráðið við Bolton nú," sagði Wenger í morgun. Sam Allardyce, stjóri Bolton, býst við mjög erfiðleikum leik gegn liði sem hann segir "vera það besta" í Englandi í augnablikinu. "Arsenal er í feiknaformi eins og sást í leikjum þeirra gegn Liverpool í bikarnum fyrir skemmstu. En við eigum alltaf möguleika," sagði Allardyce en leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum, heimavelli Arsenal. "Ég fer í leikinn með hóflegar væntingar. Jafntefli yrðu gríðarlega góð úrslit fyrir okkur því þá fengjum við annan leik á heimavelli okkar," sagði Allardyce. Ljóst er að Arsene Wenger mun eiga í nokkrum vandræðum með að stilla upp liði en á meiðslalista Arsenal eru Emmanuel Eboue, Alexander Hleb, Robin van Persie, William Gallas, Freddie Ljungberg og Johan Djourou auk þess sem Gilberto Silva er í leikbanni.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sjá meira