Barcelona lagði Tarragona
Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld.