Mourinho: Ekki lesa blöðin 13. janúar 2007 16:00 Jose Mourinho er jafnvel á förum frá Chelsea í sumar. MYND/Getty Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Chelsea tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði Mourinho við opinbera heimasíðu félagsins að það væri mikilvægt að leikmenn og stuðningsmenn hættu að velta fyrir sér því sem stendur í dagblöðunum. “Við verðum að sameinast til að ná sigri gegn Wigan og til að það gerist verðum við að gleyma þessum sögum í fjölmiðlunum. Ég á mjög auðvelt með að leiða þær framhjá mér og ég vona að það sama eigi við um ykkur,” sagði Mourinho við heimasíðuna en athygli vekur að hann vísar sögunum ekki á bug, sem jafnvel bendir til þess að sannleikskorn sé í þeim og jafnvel gott betur en það. Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að Mourinho hefði skipað umboðsmanni sínum að hefja viðræður um stjórastöðuna hjá Real Madrid. Marca segir að Mourinho hafði ákveðið að yfirgefa Chelsea eftir tímabilið eftir að hafa lent í útistöðum við Roman Abramovich, eiganda félagsins. Fabio Capello þykir valtur í sessi eftir köflótt gengi Real að undanförnu og sögðu ýmis önnur blöð á Spáni að þegar hefði verið ákveðið að leysa Capello frá störfum í voru. Mourinho yrði þá hinn fullkomni eftirmaður. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði við The Sun í morgun að leikmenn liðsins þráðu ekkert heitar en að Mourinho yrði áfram hjá liðinu. “Það verður einstaklega sárt fyrir okkur leikmennina ef hann fer. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum vinum. Vonandi verður hann áfram með okkur,” sagði Drogba. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Chelsea tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði Mourinho við opinbera heimasíðu félagsins að það væri mikilvægt að leikmenn og stuðningsmenn hættu að velta fyrir sér því sem stendur í dagblöðunum. “Við verðum að sameinast til að ná sigri gegn Wigan og til að það gerist verðum við að gleyma þessum sögum í fjölmiðlunum. Ég á mjög auðvelt með að leiða þær framhjá mér og ég vona að það sama eigi við um ykkur,” sagði Mourinho við heimasíðuna en athygli vekur að hann vísar sögunum ekki á bug, sem jafnvel bendir til þess að sannleikskorn sé í þeim og jafnvel gott betur en það. Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að Mourinho hefði skipað umboðsmanni sínum að hefja viðræður um stjórastöðuna hjá Real Madrid. Marca segir að Mourinho hafði ákveðið að yfirgefa Chelsea eftir tímabilið eftir að hafa lent í útistöðum við Roman Abramovich, eiganda félagsins. Fabio Capello þykir valtur í sessi eftir köflótt gengi Real að undanförnu og sögðu ýmis önnur blöð á Spáni að þegar hefði verið ákveðið að leysa Capello frá störfum í voru. Mourinho yrði þá hinn fullkomni eftirmaður. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði við The Sun í morgun að leikmenn liðsins þráðu ekkert heitar en að Mourinho yrði áfram hjá liðinu. “Það verður einstaklega sárt fyrir okkur leikmennina ef hann fer. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum vinum. Vonandi verður hann áfram með okkur,” sagði Drogba.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira