Beckham að samningaborði í næstu viku
Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að David Beckham muni í næstu viku ganga að samningaborðinu hjá Real Madrid þar sem nýr tveggja ára samningur verði ræddur. Gamli samningur hans rennur út í júní og mikið hefur verið rætt um óljósa framtíð fyrrum landsliðsmannsins.