Tiger verður pabbi á árinu 1. janúar 2007 13:00 Tiger Woods sést hér ásamt eiginkonu sinni, hinni snoppufríðu Elínu frá Svíþjóð. MYND/Getty Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. “Við eigum von á okkar fyrsta barni í sumar,” skrifaði Tiger á opinbera heimasíðu sína í gær. “Við gætum ekki verið ánægðari og fjölskyldur okkar eru mjög spenntar. Ég hef alltaf langað að verða faðir. Mér þykir miður að faðir minn geti ekki verið á meðal okkar og tekið þátt í þessu ævintýri með okkur,” sagði Tiger jafnframt. Faðir Tiger, Earl, lést í maí á þessu ári eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þeir feðgar voru einstaklega nánir og tók Tiger sér níu vikna hvíld frá golfi á meðan hann syrgði föður sinn. Tiger segir á heimasíðu sinni að dauði hans hefði verið það erfiðasta sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. “Það er hræðilegt að missa föður sinn, lærimeistara og besta vin. Maður heldur að það sé hægt að ráða við tilfinningar sínar þegar að þessum degi kemur – en svo er ekki. Þetta hefur svo miklu meiri áhrif en maður heldur,” segir Tiger. Tiger giftist hinni sænsku Elin Nordegren í október 2004 og hefur hann ákveðið að hætta við að keppa á Opna Mercedes mótinu á Hawaii í næstu viku til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni á þessum merku tímamótum. Golf Íþróttir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. “Við eigum von á okkar fyrsta barni í sumar,” skrifaði Tiger á opinbera heimasíðu sína í gær. “Við gætum ekki verið ánægðari og fjölskyldur okkar eru mjög spenntar. Ég hef alltaf langað að verða faðir. Mér þykir miður að faðir minn geti ekki verið á meðal okkar og tekið þátt í þessu ævintýri með okkur,” sagði Tiger jafnframt. Faðir Tiger, Earl, lést í maí á þessu ári eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þeir feðgar voru einstaklega nánir og tók Tiger sér níu vikna hvíld frá golfi á meðan hann syrgði föður sinn. Tiger segir á heimasíðu sinni að dauði hans hefði verið það erfiðasta sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. “Það er hræðilegt að missa föður sinn, lærimeistara og besta vin. Maður heldur að það sé hægt að ráða við tilfinningar sínar þegar að þessum degi kemur – en svo er ekki. Þetta hefur svo miklu meiri áhrif en maður heldur,” segir Tiger. Tiger giftist hinni sænsku Elin Nordegren í október 2004 og hefur hann ákveðið að hætta við að keppa á Opna Mercedes mótinu á Hawaii í næstu viku til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni á þessum merku tímamótum.
Golf Íþróttir Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira