Banksy staðinn að verki? 6. nóvember 2007 06:00 Er þetta Banksy? Vegfarandi tók þessa mynd á símann sinn. Allt útlit er fyrir að hinn margrómaði og umdeildi vegglistamaður Banksy hafi verið staðinn að verki þar sem hann skreytti húsvegg í Austur-London. Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. Banksy öðlaðist frægð í heimi myndlistarinnar fyrir hæðin og beitt verk sín sem hann málar iðulega á húsveggi og aðra tilfallandi fleti. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fremja nokkurs konar hrekkja-gjörninga sem hafa vakið mikla athygli. Hann hefur til dæmis laumað uppblásinni dúkku í líki Guantanamo-fanga inn á meðal teiknimyndapersóna í Disneylandi og komið dauðri rottu fyrir meðal safngripa í náttúruminjasafninu í London. Verk Banksys seljast fyrir milljónir á listauppboðum og í sýningarsölum og á hann sér aðdáendur á meðal ríka og fræga fólksins. Þó hefur listamaðurinn sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta myndataka muni endanlega svipta hulunni af þessum dularfulla listamanni. Fram að þessu hafa einungis getgátur verið uppi um rétt nafn hans og sögu, en hann er talinn heita Robert eða Robin Banks og vera uppalinn í Bristol á Englandi.- vþ Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Allt útlit er fyrir að hinn margrómaði og umdeildi vegglistamaður Banksy hafi verið staðinn að verki þar sem hann skreytti húsvegg í Austur-London. Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. Banksy öðlaðist frægð í heimi myndlistarinnar fyrir hæðin og beitt verk sín sem hann málar iðulega á húsveggi og aðra tilfallandi fleti. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fremja nokkurs konar hrekkja-gjörninga sem hafa vakið mikla athygli. Hann hefur til dæmis laumað uppblásinni dúkku í líki Guantanamo-fanga inn á meðal teiknimyndapersóna í Disneylandi og komið dauðri rottu fyrir meðal safngripa í náttúruminjasafninu í London. Verk Banksys seljast fyrir milljónir á listauppboðum og í sýningarsölum og á hann sér aðdáendur á meðal ríka og fræga fólksins. Þó hefur listamaðurinn sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta myndataka muni endanlega svipta hulunni af þessum dularfulla listamanni. Fram að þessu hafa einungis getgátur verið uppi um rétt nafn hans og sögu, en hann er talinn heita Robert eða Robin Banks og vera uppalinn í Bristol á Englandi.- vþ
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira