Lukkunnar pamfílar Jón Kaldal skrifar 30. október 2007 00:01 Hvernig skyldi standa á því að matvöruverð er töluvert lægra í Færeyjum en á Íslandi? Umfang færeyska matvörumarkaðarins er aðeins lítið brot af þeim íslenska og samkeppni milli matvöruverslana umtalsvert minni. Engu að síður kostar til dæmis eitt kíló af ungnautahakki 234 prósentum meira út úr íslenskri matvörubúð en færeyskri, eins og kom fram í Fréttablaðinu á dögunum. Svarið við þessu er einfalt. Færeyingar eru svo ljónheppnir að þar er hverfandi innlendur landbúnaður. Fyrir vikið geta þeir keypt landbúnaðarvörur þar sem þeim sýnist og flutt inn án þess að á þær leggist himinháir verndartollar. Þeir sem hafa ferðast um Færeyjar vita að þær standa vel undir nafni. Sauðfé er uppi um allar hlíðar í eyjunum átján, þar sem aldrei er lengra en fimm kílómetrar til hafs. En þrátt fyrir öfluga sauðfjárrækt annar heimaframleiðslan aðeins um fjörutíu prósentum af eftirspurninni. Restin af því lambakjöti sem rennur ofan í frændur okkar kemur héðan frá Íslandi og svo öllu lengra að, alla leið frá Nýja-Sjálandi. Af nautakjöti framleiða Færeyingar takmarkað og lítið eða ekkert af eggjum og kjúklinga- og svínakjöti. Nóg er þó úrval af öllum þessum vörum í færeyskum búðum og veitingahúsum. Sá sem hér skrifar snæddi til að mynda unaðslega nýsjálenska nautasteik á steikhúsinu Rio Bravo í Þórshöfn fyrr í þessum mánuði og greiddi fyrir verð sem fá íslensk veitingahús í sama gæðaflokki gætu boðið upp á. Og Færeyingar láta sér ekki duga að flytja inn nautakjöt frá Nýja-Sjálandi heldur flytja það líka frá Þýskalandi og jafnvel Brasilíu. Hefur það kjöt hvorki komið niður á heilsu né buddu neytenda. Ástandið í þessum efnum er sem sagt gjörólíkt í Færeyjum og á Íslandi. Hérlendis er rekinn margfalt umfangsmeiri landbúnaður og stjórnvöld hafa kosið að slá öflugri skjaldborg um innlenda framleiðslu á kjöti, mjólkurafurðum og eggjum. Tollar og skattar eru með þeim hætti að innflutningur á þessum vöruflokkum er ekki raunhæfur og samkeppni við erlenda framleiðslu því útilokuð. En það er ekki nóg með að hér sé óyfirstíganlegur múr verndartolla, heldur eru Íslendingar líka heimsmeistarar í landbúnaðarstyrkjum, eins og kemur fram í nýrri í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar (OECD). Heildarstuðningur okkar skattborgaranna við íslenskan landbúnað nemur um 62 prósentum af afurðaverðmætinu. Það er um það bil tvöfalt hærra hlutfall en að meðaltali í OECD-ríkjunum. Og samt er verðlag á landbúnaðarvörum óvíða hærra en hér. Við borgum sem sagt mest til landbúnaðarins og greiðum svo líka hæsta verðið út úr búð fyrir vörur sem við erum búin að niðurgreiða. Þetta er óhætt að kalla hörmulegan samning fyrir hönd heimilanna í landinu. Mesta neytendamál okkar tíma er að semja um þessi mál frá grunni og fella niður innflutningshöft. Fyrr mun verð á matvöru ekki lækka sem neinu nemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Hvernig skyldi standa á því að matvöruverð er töluvert lægra í Færeyjum en á Íslandi? Umfang færeyska matvörumarkaðarins er aðeins lítið brot af þeim íslenska og samkeppni milli matvöruverslana umtalsvert minni. Engu að síður kostar til dæmis eitt kíló af ungnautahakki 234 prósentum meira út úr íslenskri matvörubúð en færeyskri, eins og kom fram í Fréttablaðinu á dögunum. Svarið við þessu er einfalt. Færeyingar eru svo ljónheppnir að þar er hverfandi innlendur landbúnaður. Fyrir vikið geta þeir keypt landbúnaðarvörur þar sem þeim sýnist og flutt inn án þess að á þær leggist himinháir verndartollar. Þeir sem hafa ferðast um Færeyjar vita að þær standa vel undir nafni. Sauðfé er uppi um allar hlíðar í eyjunum átján, þar sem aldrei er lengra en fimm kílómetrar til hafs. En þrátt fyrir öfluga sauðfjárrækt annar heimaframleiðslan aðeins um fjörutíu prósentum af eftirspurninni. Restin af því lambakjöti sem rennur ofan í frændur okkar kemur héðan frá Íslandi og svo öllu lengra að, alla leið frá Nýja-Sjálandi. Af nautakjöti framleiða Færeyingar takmarkað og lítið eða ekkert af eggjum og kjúklinga- og svínakjöti. Nóg er þó úrval af öllum þessum vörum í færeyskum búðum og veitingahúsum. Sá sem hér skrifar snæddi til að mynda unaðslega nýsjálenska nautasteik á steikhúsinu Rio Bravo í Þórshöfn fyrr í þessum mánuði og greiddi fyrir verð sem fá íslensk veitingahús í sama gæðaflokki gætu boðið upp á. Og Færeyingar láta sér ekki duga að flytja inn nautakjöt frá Nýja-Sjálandi heldur flytja það líka frá Þýskalandi og jafnvel Brasilíu. Hefur það kjöt hvorki komið niður á heilsu né buddu neytenda. Ástandið í þessum efnum er sem sagt gjörólíkt í Færeyjum og á Íslandi. Hérlendis er rekinn margfalt umfangsmeiri landbúnaður og stjórnvöld hafa kosið að slá öflugri skjaldborg um innlenda framleiðslu á kjöti, mjólkurafurðum og eggjum. Tollar og skattar eru með þeim hætti að innflutningur á þessum vöruflokkum er ekki raunhæfur og samkeppni við erlenda framleiðslu því útilokuð. En það er ekki nóg með að hér sé óyfirstíganlegur múr verndartolla, heldur eru Íslendingar líka heimsmeistarar í landbúnaðarstyrkjum, eins og kemur fram í nýrri í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar (OECD). Heildarstuðningur okkar skattborgaranna við íslenskan landbúnað nemur um 62 prósentum af afurðaverðmætinu. Það er um það bil tvöfalt hærra hlutfall en að meðaltali í OECD-ríkjunum. Og samt er verðlag á landbúnaðarvörum óvíða hærra en hér. Við borgum sem sagt mest til landbúnaðarins og greiðum svo líka hæsta verðið út úr búð fyrir vörur sem við erum búin að niðurgreiða. Þetta er óhætt að kalla hörmulegan samning fyrir hönd heimilanna í landinu. Mesta neytendamál okkar tíma er að semja um þessi mál frá grunni og fella niður innflutningshöft. Fyrr mun verð á matvöru ekki lækka sem neinu nemur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun