Verður næststærsta Kauphöll heims 21. september 2007 09:01 Opnun OMX Nordic Exchange. Norðurlöndin, Bandaríkin og Dubai eru nú hluti af Kauphöll Íslands. Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kauphöllin í Dubai eignast tuttugu prósenta hlut í sameinaðri Kauphöll NASDAQ og OMX. Með samkomulaginu lýkur baráttu NASDAQ og Kauphallarinnar í Dubai um yfirráð yfir OMX. Sýnileiki íslenskra fyrirtækja eykst til muna. „Þetta eru góð tíðindi fyrir okkur. Ég var ávallt þeirrar skoðunar að það væri mjög mikilvægt fyrir íslenska markaðinn að opnuð yrði vídd yfir til Bandaríkjanna. Því markmiði er náð með samrunanum við NASDAQ og til viðbótar er ágætt að ná fótfestu í Austurlöndum nær," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. NASDAQ og Kauphöllin í Dubai gerðu í gær með sér samkomulag sem felur í sér að NASDAQ mun eignast hina samnorrænu OMX kauphöll, sem Kauphöll Íslands tilheyrir. Kauphöllin í Dubai mun í staðinn eignast tæplega fimmtungshlut í sameinaðri kauphöll NASDAQ og OMX auk 28 prósenta hlutar NASDAQ í Kauphöllinni í Lundúnum. Kauphöllin í Dubai mun þó einungis fara með fimm prósenta atkvæðavald í sameinaðri NASDAQ og OMX kauphöll, enda kveða reglur NASDAQ á um að atkvæðisréttur einstakra hluthafa takmarkist við það. Bæði NASDAQ og Kauphöllin í Dubai höfðu lagt fram formleg yfirtökutilboð í OMX. Tilboð NASDAQ hljóðaði upp á um 233 milljarða króna fyrir OMX. Kauphöllin í Dubai bauð hins vegar um 252 milljarða í samstæðuna. Samkomulagið verður lagt fyrir stjórn og hluthafa í OMX í nóvember. Þórður Friðjónsson býst við því að yfirtökunni verði formlega lokið á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þórður hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að heppilegra væri fyrir íslenska markaðinn að yfirtaka NASDAQ næði fram að ganga. Hann segir þó mikil tækifæri felast í þessu samstarfi. „Við sjáum að olíuverð er nú um stundir í hæstu hæðum, kringum áttatíu Bandaríkjadali. Því er ljóst að á þessum slóðum er gríðarlegt fjármagn sem þarf að komast í umferð. Samstarfið opnar glugga inn á markaði í Austurlöndum nær." Þórður býst þó ekki við miklum breytingum á daglegum rekstri Kauphallar Íslands. Hver kauphöll verði sjálfstæð eining.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira