Rithöfundar bíða átekta 19. ágúst 2007 09:00 Einar Kárason Miklar sviptingar urðu á útgáfumarkaði hér á landi á dögunum, þegar Edda-útgáfa seldi bókaútgáfuhluta sinn til Máls og menningar. Margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar hafa verið á mála hjá Eddu. Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig viðskiptin horfi við þeim. Ólafur Jóhann Ólafsson, einn farsælasti rithöfundur Íslendinga, sagðist ekki hafa mótað sér skýra afstöðu gagnvart breytingunum. „Ég held að menn hugsi ekki mikið um þetta fyrr en það líður að útgáfu hjá þeim. Ég ætla að sjá hvað verður úr þessu og hvernig þetta spilast allt út, það virðist ekki vera ljóst ennþá," sagði Ólafur. „Ég var að byrja á skáldsögu, svo það er dálítill tími í að ég gefi út. Ég þarf ekkert að stressa mig á þessari ákvörðun," bætti hann við. Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur sagði nöfn útgáfufyrirtækja þar að auki skipta litlu máli. „Ég held að höfundar vinni allir með fólki, ekki fyrirtækjum, þannig að þetta fer allt eftir því hverjir verða þarna innanborðs," sagði hann. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson var á sama máli. „Ég held að samband útgefanda og höfunda byggist á gagnkvæmu trausti, og það er fólkið innan forlagsins sem skiptir máli," sagði hann. Einar Már var ekki kominn svo langt að íhuga vistaskipti. „Nei, nei, nei. Ég veit ekki til þess að menn séu að hlaupa burt þó á móti blási, en ég veit ekki heldur hvort það blási nokkuð. Það þarf mikla bresti í þetta hjónband til að slíkt komi til tals," sagði hann. Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kvaðst mundu bíða átekta og fylgjast með breytingum. „Ég er alltaf opinn fyrir breytingum, en maður er svolítið að bíða og sjá til," sagði hann. Hallgrímur sagði samstarf sitt við Mál og menningu, og síðar Eddu, hafa verið farsælt. „Maður fer ekki að slíta því svo glatt," sagði Hallgrímur, sem kvaðst þó ekki útiloka það með öllu að hann myndi flytja sig um set. „Það gæti komið til greina, en ég hef ekki hugsað svo langt," sagði hann. Einar Kárason var harla ánægður með skiptin, sérstaklega nafnsins vegna. „Eddu-nafnið verður ekki lengur á útgáfunni, heldur Mál og menning. Mér finnst það miklu betra nafn," sagði hann. Fyrsta bók Einars kom út hjá Máli og menningu 1981, og hann segist hafa verið Máls og menningar maður síðan. Hann reiknaði því ekki með því að flytja sig um set. „Ég er að vísu alltaf opinn fyrir nýju samstarfi. JPV gaf til dæmis út bókina Úti að aka, eftir mig og Ólaf Gunnarsson, í fyrra," benti hann á, „en ég vonast til að eiga fínt samstarf við Mál og menningarmenn áfram," sagði hann. Arnaldur Indriðason vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Miklar sviptingar urðu á útgáfumarkaði hér á landi á dögunum, þegar Edda-útgáfa seldi bókaútgáfuhluta sinn til Máls og menningar. Margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar hafa verið á mála hjá Eddu. Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig viðskiptin horfi við þeim. Ólafur Jóhann Ólafsson, einn farsælasti rithöfundur Íslendinga, sagðist ekki hafa mótað sér skýra afstöðu gagnvart breytingunum. „Ég held að menn hugsi ekki mikið um þetta fyrr en það líður að útgáfu hjá þeim. Ég ætla að sjá hvað verður úr þessu og hvernig þetta spilast allt út, það virðist ekki vera ljóst ennþá," sagði Ólafur. „Ég var að byrja á skáldsögu, svo það er dálítill tími í að ég gefi út. Ég þarf ekkert að stressa mig á þessari ákvörðun," bætti hann við. Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur sagði nöfn útgáfufyrirtækja þar að auki skipta litlu máli. „Ég held að höfundar vinni allir með fólki, ekki fyrirtækjum, þannig að þetta fer allt eftir því hverjir verða þarna innanborðs," sagði hann. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson var á sama máli. „Ég held að samband útgefanda og höfunda byggist á gagnkvæmu trausti, og það er fólkið innan forlagsins sem skiptir máli," sagði hann. Einar Már var ekki kominn svo langt að íhuga vistaskipti. „Nei, nei, nei. Ég veit ekki til þess að menn séu að hlaupa burt þó á móti blási, en ég veit ekki heldur hvort það blási nokkuð. Það þarf mikla bresti í þetta hjónband til að slíkt komi til tals," sagði hann. Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kvaðst mundu bíða átekta og fylgjast með breytingum. „Ég er alltaf opinn fyrir breytingum, en maður er svolítið að bíða og sjá til," sagði hann. Hallgrímur sagði samstarf sitt við Mál og menningu, og síðar Eddu, hafa verið farsælt. „Maður fer ekki að slíta því svo glatt," sagði Hallgrímur, sem kvaðst þó ekki útiloka það með öllu að hann myndi flytja sig um set. „Það gæti komið til greina, en ég hef ekki hugsað svo langt," sagði hann. Einar Kárason var harla ánægður með skiptin, sérstaklega nafnsins vegna. „Eddu-nafnið verður ekki lengur á útgáfunni, heldur Mál og menning. Mér finnst það miklu betra nafn," sagði hann. Fyrsta bók Einars kom út hjá Máli og menningu 1981, og hann segist hafa verið Máls og menningar maður síðan. Hann reiknaði því ekki með því að flytja sig um set. „Ég er að vísu alltaf opinn fyrir nýju samstarfi. JPV gaf til dæmis út bókina Úti að aka, eftir mig og Ólaf Gunnarsson, í fyrra," benti hann á, „en ég vonast til að eiga fínt samstarf við Mál og menningarmenn áfram," sagði hann. Arnaldur Indriðason vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira