Mats Wibe Lund fagnar löngum ferli 18. ágúst 2007 02:45 Gautar frá Siglufirði á sjötta áratugnum. Ljósmynd:Mats Vibe Lund Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira