Ísland áberandi á tískuviku 10. ágúst 2007 01:00 Tískuvikan í Kaupmannahöfn hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Samhliða henni er haldinn fjöldi sölusýninga, sem margir íslenskir hönnuðir taka þátt í. Steinunn Sigurðardóttir, sem hlaut norrænu hönnunarverðlaunin Gínuna fyrr í vikunni, er ein hinna útvöldu hönnuða sem sýna hönnun sína á sölusýningunni Gallery, en það er CPH Vision sem flestir íslenskir hönnuðir sækja heim. Guðrún Sveinbjörnsdóttir kynnir merkið sitt, GuSt, í fyrsta sinn á CPH Vision. „Hún er svona fyrir ný merki og minni fyrirtæki og er ferskari og framsæknari en stóra sýningin, CIFf," sagði Guðrún. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með fötin mín í boði erlendis. Ég á tíu ára afmæli í haust og er að prófa þetta núna," bætti hún við. Guðrún sagði dönsku tískuvikuna hiklaust standa íslenskum hönnuðum næst. „En þó að hönnuðirnir sem sýna séu flestallir frá Skandinavíu er líka heilmikið af kaupendum alls staðar að," sagði hún. Gunnar Hilmarsson, iðulega kenndur við GK, tók í sama streng. „Styrkur þessarar sýningar er sá að Skandínavar eru mjög trúir sinni hönnun, og búðirnar kaupa langmest inn af henni," sagði hann. „Það er lífsnauðsynlegt." Gunnar og Kolbrún, kona hans, kynntu nýtt merki sitt, Andersen & Lauth, fyrst á CPH Vision í vor. „Þá seldum við í um sjötíu búðir, og núna erum við búin að bæta við umboðsmönnum í Frakklandi, á Englandi og Írlandi," sagði Gunnar. Þau munu einnig sýna á Prêt-à-Porter í París í byrjun september. Á meðal annarra íslenska hönnuða á CPH Vision má nefna Birnu Karen Einarsdóttur, Guðbjörgu Reykjalín, Sigrúnu Úlfarsdóttur og Verksmiðjukonurnar Maríu K. Magnúsdóttur, Önnu Guðmundsdóttur, Huldu Kristinsdóttur, Rósu E. R. Helgadóttur, Þorbjörgu Valdimarsdóttur og Heiðu Eiríksdóttur. Einn hluti CPH Vision nefnist Designers' Nest, og er helgaður fatahönnunarnemum. Þar eru staddir fimm nemar úr Listaháskóla Íslands, og Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunar, segir sýninguna gott tækifæri. „Þetta er góð kynning fyrir krakkana. Þau geta selt fötin sín, jafnvel fengið vinnu, eða hlotið verðlaun," sagði hún. Danska krónprinsessan Mary er verndari Designers' Nest og veitir árlega besta skandínavíska tískunemandanum 50.000 danskar krónur í verðlaun. Linda segir dönsku tískuvikuna og vörusýningarnar sem henni fylgja afar sterka, og þá einu með viti í Skandinavíu. „Skólanum er boðið að taka þátt í ýmsum uppákomum úti um allan heim, en ég hef eiginlega valið þetta sem það sem við ætlum að gera," sagði Linda. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tískuvikan í Kaupmannahöfn hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Samhliða henni er haldinn fjöldi sölusýninga, sem margir íslenskir hönnuðir taka þátt í. Steinunn Sigurðardóttir, sem hlaut norrænu hönnunarverðlaunin Gínuna fyrr í vikunni, er ein hinna útvöldu hönnuða sem sýna hönnun sína á sölusýningunni Gallery, en það er CPH Vision sem flestir íslenskir hönnuðir sækja heim. Guðrún Sveinbjörnsdóttir kynnir merkið sitt, GuSt, í fyrsta sinn á CPH Vision. „Hún er svona fyrir ný merki og minni fyrirtæki og er ferskari og framsæknari en stóra sýningin, CIFf," sagði Guðrún. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með fötin mín í boði erlendis. Ég á tíu ára afmæli í haust og er að prófa þetta núna," bætti hún við. Guðrún sagði dönsku tískuvikuna hiklaust standa íslenskum hönnuðum næst. „En þó að hönnuðirnir sem sýna séu flestallir frá Skandinavíu er líka heilmikið af kaupendum alls staðar að," sagði hún. Gunnar Hilmarsson, iðulega kenndur við GK, tók í sama streng. „Styrkur þessarar sýningar er sá að Skandínavar eru mjög trúir sinni hönnun, og búðirnar kaupa langmest inn af henni," sagði hann. „Það er lífsnauðsynlegt." Gunnar og Kolbrún, kona hans, kynntu nýtt merki sitt, Andersen & Lauth, fyrst á CPH Vision í vor. „Þá seldum við í um sjötíu búðir, og núna erum við búin að bæta við umboðsmönnum í Frakklandi, á Englandi og Írlandi," sagði Gunnar. Þau munu einnig sýna á Prêt-à-Porter í París í byrjun september. Á meðal annarra íslenska hönnuða á CPH Vision má nefna Birnu Karen Einarsdóttur, Guðbjörgu Reykjalín, Sigrúnu Úlfarsdóttur og Verksmiðjukonurnar Maríu K. Magnúsdóttur, Önnu Guðmundsdóttur, Huldu Kristinsdóttur, Rósu E. R. Helgadóttur, Þorbjörgu Valdimarsdóttur og Heiðu Eiríksdóttur. Einn hluti CPH Vision nefnist Designers' Nest, og er helgaður fatahönnunarnemum. Þar eru staddir fimm nemar úr Listaháskóla Íslands, og Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunar, segir sýninguna gott tækifæri. „Þetta er góð kynning fyrir krakkana. Þau geta selt fötin sín, jafnvel fengið vinnu, eða hlotið verðlaun," sagði hún. Danska krónprinsessan Mary er verndari Designers' Nest og veitir árlega besta skandínavíska tískunemandanum 50.000 danskar krónur í verðlaun. Linda segir dönsku tískuvikuna og vörusýningarnar sem henni fylgja afar sterka, og þá einu með viti í Skandinavíu. „Skólanum er boðið að taka þátt í ýmsum uppákomum úti um allan heim, en ég hef eiginlega valið þetta sem það sem við ætlum að gera," sagði Linda.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira