Leikmenn fylgi boðorðum Laporta 10. júlí 2007 05:00 Ætlar sér spænska meistaratitilinn og ekkert annað á næsta tímabili. Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Sjá meira
Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Laporta hefur fengið sig fullsaddan af agaleysinu og innanbúðarkrísunni sem gerði vart við sig á liðnu tímabili og smitaði greinilega út frá sér til leikmanna inni á vellinum. Barcelona vann engan titil á síðasta tímabili eftir að hafa orðið Spánar- og Evrópumeistarar árið á undan. Enn sem komið er hefur spænskum fjölmiðlum ekki tekist að verða sér úti um listann með boðorðunum en talið er að þau séu um tíu talsins. Þó er vitað um hvað flest þeirra ganga út á. Laporta ætlar greinilega að sjá til þess að leikmenn komi úthvíldir á æfingar því frá og með kl. eitt eftir miðnætti ríkir útgöngubann hjá leikmönnum liðsins og munu þeir þurfa að sofa í að lágmarki átta klukkutíma áður en þeir mæta á æfingu daginn eftir, sem hefst á slaginu 10.30. Allir leikmenn verða að vera mættir á æfingasvæðið að lágmarki tíu mínútum áður en æfing hefst. Laporta hefur bannað allar undanþágur frá hópæfingu nema að formleg beiðni berist frá læknum liðsins. Er talið víst að þessi regla sé sett til höfuðs Ronaldinho, sem átti það til að kjósa séræfingar inni í lyftingasal frekar en að æfa með félögunum úti á velli á síðustu leiktíð. Einnig hefur leikmönnum verið gert skylt að boða forföll á æfingu að minnsta kosti tveimur tímum áður en hún hefst - og þá skal afsökunin vera ósvikin. Varla þarf að taka fram að brot á einhverjum boðorðanna mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Sjá meira