Ljósmyndarar á ferð 28. júní 2007 09:00 Páll Stefánsson ljósmyndari Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Guðmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafði lengi aðsetur með stofu sína milli Hverfisgötu og Laugavegar en er nú kominn út á Granda. Hann var einn af forvígismönnum Torfusamtakanna á sinni tíð og hefur um langt árabil tekið myndir í Reykjavík miðri og víðar. Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu og stendur gangan frá 20 til 21. Annar yngri ljósmyndari og víðförull, Páll Stefánsson opnar á laugardag í nýja ljósmyndagalleríinu hans Ara Sigvaldasonar, Fótógrafí, sýningu á myndum sínum frá Afríku. Hann kallar hana Heitt. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí neðst á Skólavörðustíg frá 12 til 18. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Guðmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafði lengi aðsetur með stofu sína milli Hverfisgötu og Laugavegar en er nú kominn út á Granda. Hann var einn af forvígismönnum Torfusamtakanna á sinni tíð og hefur um langt árabil tekið myndir í Reykjavík miðri og víðar. Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu og stendur gangan frá 20 til 21. Annar yngri ljósmyndari og víðförull, Páll Stefánsson opnar á laugardag í nýja ljósmyndagalleríinu hans Ara Sigvaldasonar, Fótógrafí, sýningu á myndum sínum frá Afríku. Hann kallar hana Heitt. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí neðst á Skólavörðustíg frá 12 til 18.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira