Lifi Eiríkur 13. maí 2007 00:01 Fyrr í vetur sagði ég hér á þessum stað að það besta sem Íslendingar gætu vænst úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva væri að komast klakklaust frá henni. Nú er keppnin yfirstaðin og komið í ljós að ég hitti naglann á höfuðið. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vil ég því núna þakka Eiríki Haukssyni fyrir vasklega framgöngu hans og fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma í hvívetna eins og við var að búast. Meira var ekki hægt að fara fram á. Allar væntingar um að við komumst upp úr forkeppninni eru nefnilega ekkert annað en hlægilegir bjartsýnisórar á meðan andrúmsloft og fyrirkomulag keppninar er eins og það er nú. Það kom mér verulega á óvart að heyra kynninn, minn ágæta vin Sigmar Guðmundsson, tala öðruvísi. Það var eins og hann væri slíkt barn að halda að einhvern tímann í ferlinu hefði raunverulega verið möguleiki á því að Eiríkur myndi standa á sviðinu úrslitakvöldið. Mér fannst ekki örgrannt um að hjá honum örlaði á eilitlum vonbrigðum með hina auðfyrirsjáanlegu niðurstöðu. Auðvitað er það fyrir löngu orðið himinhrópandi augljóst að gæði tónlistarinnar skipta ekki næstum því jafnmiklu máli í þessari keppni og upprunaland flytjendanna. Aldrei hefur þetta verið jafnaugljóst og í ár. Á meðan ágætislögum sem eiga fullan rétt á sér á sínum eigin forsendum og fengjust jafnvel leikin í útvarpi þótt þau tengdust söngvakeppninni ekki neitt, var hafnað – t. d. framlögum Andorra, Noregs og Belgíu – var þeim ólýsanlega hroða sem Búlgaría og Georgía sendu til keppninnar veitt brautargengi. Þetta er engu að kenna nema landafræði, sögu og mannlegu eðli. Austurevrópuþjóð á af landafræðilegum ástæðum mikinn fjölda grannríkja og af sögulegum ástæðum er hún öflugur þrýstihópur í þeim öllum. Þetta vekur hins vegar upp spurninguna um tugmilljónirnar sem það kostaði að velja framlag Íslendinga. Hvað kostaði það eiginlega að draga þetta lag fram í dagsljósið – já, og Húsin hafa augu með Matta? Restin af lögunum á af skiljanlegum ástæðum aldrei eftir að heyrast leikin framar. Hefði ekki verið sniðugra að framleiða sjónvarpsdagskrá fyrir peninginn, fyrst það var hvort sem er fyrirfram ljóst að jafnvænlegt væri til árangurs að velja íslenska flytjandann með einu símtali? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun
Fyrr í vetur sagði ég hér á þessum stað að það besta sem Íslendingar gætu vænst úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva væri að komast klakklaust frá henni. Nú er keppnin yfirstaðin og komið í ljós að ég hitti naglann á höfuðið. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vil ég því núna þakka Eiríki Haukssyni fyrir vasklega framgöngu hans og fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma í hvívetna eins og við var að búast. Meira var ekki hægt að fara fram á. Allar væntingar um að við komumst upp úr forkeppninni eru nefnilega ekkert annað en hlægilegir bjartsýnisórar á meðan andrúmsloft og fyrirkomulag keppninar er eins og það er nú. Það kom mér verulega á óvart að heyra kynninn, minn ágæta vin Sigmar Guðmundsson, tala öðruvísi. Það var eins og hann væri slíkt barn að halda að einhvern tímann í ferlinu hefði raunverulega verið möguleiki á því að Eiríkur myndi standa á sviðinu úrslitakvöldið. Mér fannst ekki örgrannt um að hjá honum örlaði á eilitlum vonbrigðum með hina auðfyrirsjáanlegu niðurstöðu. Auðvitað er það fyrir löngu orðið himinhrópandi augljóst að gæði tónlistarinnar skipta ekki næstum því jafnmiklu máli í þessari keppni og upprunaland flytjendanna. Aldrei hefur þetta verið jafnaugljóst og í ár. Á meðan ágætislögum sem eiga fullan rétt á sér á sínum eigin forsendum og fengjust jafnvel leikin í útvarpi þótt þau tengdust söngvakeppninni ekki neitt, var hafnað – t. d. framlögum Andorra, Noregs og Belgíu – var þeim ólýsanlega hroða sem Búlgaría og Georgía sendu til keppninnar veitt brautargengi. Þetta er engu að kenna nema landafræði, sögu og mannlegu eðli. Austurevrópuþjóð á af landafræðilegum ástæðum mikinn fjölda grannríkja og af sögulegum ástæðum er hún öflugur þrýstihópur í þeim öllum. Þetta vekur hins vegar upp spurninguna um tugmilljónirnar sem það kostaði að velja framlag Íslendinga. Hvað kostaði það eiginlega að draga þetta lag fram í dagsljósið – já, og Húsin hafa augu með Matta? Restin af lögunum á af skiljanlegum ástæðum aldrei eftir að heyrast leikin framar. Hefði ekki verið sniðugra að framleiða sjónvarpsdagskrá fyrir peninginn, fyrst það var hvort sem er fyrirfram ljóst að jafnvænlegt væri til árangurs að velja íslenska flytjandann með einu símtali?
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun