Björgvin og Arnar á leið í Hauka 5. maí 2007 03:15 ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson og Fylkismaðurinn Arnar Jón Agnarsson munu að öllum líkindum semja við Hauka eftir helgi. Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson. Svo hefur Kári Kristjánsson framlengt samning sinn við Hauka en talið var að hann færi til Danmerkur. Árni Þór Sigtryggson verður aftur á móti ekki áfram í herbúðum Haukaliðsins. Hann fór til danska félagsins AaB á dögunum og ku bíða eftir samningstilboði. Gangi það ekki eftir mun hann víst leika með öðru félagi en Haukum hér á landi að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Aron Kristjánsson kemur í fjögurra daga heimsókn til Íslands á sunnudag og verður heimsóknin notuð til þess að ganga frá samningum við Björgvin og Arnar Jón sem og að ræða við núverandi leikmenn liðsins um framhaldið. „Ég get alveg játað að mér finnst ekkert spennandi að leika í 1. deild næsta vetur," sagði Björgvin Hólmgeirsson við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður yrði mjög erfitt að skilja við mitt félag sem mér þykir vænt um." Björgvin er á leið í aðgerð fljótlega vegna beinhimnabólgu en verður klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur. Hann vildi ekki segja hvaða lið kæmu til greina hjá honum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir og ég er að skoða mína möguleika. Þetta skýrist væntanlega eftir helgi," sagði Björgvin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann muni hitta Aron strax á mánudag. Má mikið gerast ef samningar nást ekki milli Björgvins og Hauka. Arnar Jón játaði að hann væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Hauka og spila undir stjórn Arons. Hann sagðist ekki vera búinn að ganga frá samningi en sagðist reikna með að gera það er Aron væri kominn heim. Hann er uppalinn Stjörnumaður og sagðist hafa vonast eftir að heyra í sínu uppeldisfélagi en af því hefur ekki orðið. Aron segist ætla að nýta tímann hér heima vel enda að mörgu að hyggja. „Ég mun setjast niður með Haukamönnum og fara yfir hlutina en það er ljóst að við ætlum að búa til kerfi sem á að skila okkur uppöldum leikmönnum. Með mér í því verða menn eins og Óskar Ármannsson og Páll Ólafsson," sagði Aron. „Ég þarf að skilgreina hlutverk hvers og eins og þetta verður allt gert þegar ég kem heim." Aron segist vera sáttur við þann leikmannahóp sem líklegt er að hann muni hafa í höndunum og segir ekki standa til að koma með leikmenn frá Danmörku til Hauka. Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson. Svo hefur Kári Kristjánsson framlengt samning sinn við Hauka en talið var að hann færi til Danmerkur. Árni Þór Sigtryggson verður aftur á móti ekki áfram í herbúðum Haukaliðsins. Hann fór til danska félagsins AaB á dögunum og ku bíða eftir samningstilboði. Gangi það ekki eftir mun hann víst leika með öðru félagi en Haukum hér á landi að því er heimildir Fréttablaðsins herma. Aron Kristjánsson kemur í fjögurra daga heimsókn til Íslands á sunnudag og verður heimsóknin notuð til þess að ganga frá samningum við Björgvin og Arnar Jón sem og að ræða við núverandi leikmenn liðsins um framhaldið. „Ég get alveg játað að mér finnst ekkert spennandi að leika í 1. deild næsta vetur," sagði Björgvin Hólmgeirsson við Fréttablaðið í gær. „Engu að síður yrði mjög erfitt að skilja við mitt félag sem mér þykir vænt um." Björgvin er á leið í aðgerð fljótlega vegna beinhimnabólgu en verður klár í slaginn á ný eftir nokkrar vikur. Hann vildi ekki segja hvaða lið kæmu til greina hjá honum. „Það eru nokkrar fyrirspurnir og ég er að skoða mína möguleika. Þetta skýrist væntanlega eftir helgi," sagði Björgvin. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann muni hitta Aron strax á mánudag. Má mikið gerast ef samningar nást ekki milli Björgvins og Hauka. Arnar Jón játaði að hann væri mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Hauka og spila undir stjórn Arons. Hann sagðist ekki vera búinn að ganga frá samningi en sagðist reikna með að gera það er Aron væri kominn heim. Hann er uppalinn Stjörnumaður og sagðist hafa vonast eftir að heyra í sínu uppeldisfélagi en af því hefur ekki orðið. Aron segist ætla að nýta tímann hér heima vel enda að mörgu að hyggja. „Ég mun setjast niður með Haukamönnum og fara yfir hlutina en það er ljóst að við ætlum að búa til kerfi sem á að skila okkur uppöldum leikmönnum. Með mér í því verða menn eins og Óskar Ármannsson og Páll Ólafsson," sagði Aron. „Ég þarf að skilgreina hlutverk hvers og eins og þetta verður allt gert þegar ég kem heim." Aron segist vera sáttur við þann leikmannahóp sem líklegt er að hann muni hafa í höndunum og segir ekki standa til að koma með leikmenn frá Danmörku til Hauka.
Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn