Kynlegur þjófnaður 17. apríl 2007 00:01 Sárt er að glata einhverju sem manni er kært. Ég er elst fjögurra systra. Þegar ég var barn gætti móðir mín þess að systur yrðum ekki klæddar í bleikt. Litinn tengdi hún væntanlega stöðluðum hugmyndum um kynin. Nokkuð sem hún hafði ekki áhuga að troða upp á börnin sín. Síðar var bleiki liturinn frelsaður úr viðjum staðlaðra hugmynda og svo fór að karlmenn geta jafnvel gengið í þannig litum klæðum. Sextán ára gömul vann ég í verksmiðju. Iðjusemi er dyggð, sérstaklega meðal þeirra launalægstu. Færu konur að spjalla of mikið við vinnu sína virtist hvaða karlmanni sem var leyfast að koma með athugsemdir um hve ótrúlega mikið kellingar blöðruðu. Karlmenn máttu þó skiptast á skoðunum og ræða málin án þess að konur gætu blandað sér í málið á annan hátt en að taka undir með þeim eða hlæja af hnyttnum athugsemdum þeirra. Í mörg ár sagði ég stolt hverjum þeim sem heyra vildi að ég væri feministi. Ég hafði þá trú að orðið ætti við þá sem óskuðu kynjunum jafnra tækifæra og réttinda. Helstu framákonur feminismans hafa þó vakið með mér þá tilfinningu að undanförnu að ég hafi misskilið hugtakið. Það sé í raun svo flókið að aðeins útvaldir geti fjallað um það.Samt svo óhagganlegt að skiptar skoðanir um það eigi jafn illa við og fjöldi útkoma á einu stærðfræðidæmi. Þegar ég var komin á fremsta hlunn með að hvæsa í örvæntingu að ég gæti ekki kallað mig feminisma lengur rann svolítið upp fyrir mér. Feminismanum hafði ekki verið stolið frá mér. Það hefur engin eignarétt yfir orðum. Guð hjálpi konunum á færibandinu. Hvað eiga þær til bragðs að taka nú þegar feminisminn hefur verið múraður inn í herbúðum menntakvenna Háskóla Íslands? Hugsaði ég skelfingu lostin með mér áður en ég áttaði mig á því að orðaþjófnaðurinn var aldrei framin. Það voru ekki kynjafræðingar sem unnu stærstu sigranna í kvennabaráttunni. Það var fólk úr ólíkum áttum sem vildi jafnrétti kynjanna. Takmark þeirra var það sama þó hugmyndir um baráttuaðferðir væru skiptar. Þannig er það enn í dag. Við höfum bara meiri tíma til að þrasa. Annars er það að frétta að ég var kíló þyngri en ég er vön að vera á vigtinni í morgun. Í reiði minni færði ég djöflamaskínuna til og þá komst allt aftur í samt horf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun
Sárt er að glata einhverju sem manni er kært. Ég er elst fjögurra systra. Þegar ég var barn gætti móðir mín þess að systur yrðum ekki klæddar í bleikt. Litinn tengdi hún væntanlega stöðluðum hugmyndum um kynin. Nokkuð sem hún hafði ekki áhuga að troða upp á börnin sín. Síðar var bleiki liturinn frelsaður úr viðjum staðlaðra hugmynda og svo fór að karlmenn geta jafnvel gengið í þannig litum klæðum. Sextán ára gömul vann ég í verksmiðju. Iðjusemi er dyggð, sérstaklega meðal þeirra launalægstu. Færu konur að spjalla of mikið við vinnu sína virtist hvaða karlmanni sem var leyfast að koma með athugsemdir um hve ótrúlega mikið kellingar blöðruðu. Karlmenn máttu þó skiptast á skoðunum og ræða málin án þess að konur gætu blandað sér í málið á annan hátt en að taka undir með þeim eða hlæja af hnyttnum athugsemdum þeirra. Í mörg ár sagði ég stolt hverjum þeim sem heyra vildi að ég væri feministi. Ég hafði þá trú að orðið ætti við þá sem óskuðu kynjunum jafnra tækifæra og réttinda. Helstu framákonur feminismans hafa þó vakið með mér þá tilfinningu að undanförnu að ég hafi misskilið hugtakið. Það sé í raun svo flókið að aðeins útvaldir geti fjallað um það.Samt svo óhagganlegt að skiptar skoðanir um það eigi jafn illa við og fjöldi útkoma á einu stærðfræðidæmi. Þegar ég var komin á fremsta hlunn með að hvæsa í örvæntingu að ég gæti ekki kallað mig feminisma lengur rann svolítið upp fyrir mér. Feminismanum hafði ekki verið stolið frá mér. Það hefur engin eignarétt yfir orðum. Guð hjálpi konunum á færibandinu. Hvað eiga þær til bragðs að taka nú þegar feminisminn hefur verið múraður inn í herbúðum menntakvenna Háskóla Íslands? Hugsaði ég skelfingu lostin með mér áður en ég áttaði mig á því að orðaþjófnaðurinn var aldrei framin. Það voru ekki kynjafræðingar sem unnu stærstu sigranna í kvennabaráttunni. Það var fólk úr ólíkum áttum sem vildi jafnrétti kynjanna. Takmark þeirra var það sama þó hugmyndir um baráttuaðferðir væru skiptar. Þannig er það enn í dag. Við höfum bara meiri tíma til að þrasa. Annars er það að frétta að ég var kíló þyngri en ég er vön að vera á vigtinni í morgun. Í reiði minni færði ég djöflamaskínuna til og þá komst allt aftur í samt horf.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun