Engar guðfræðilegar hártoganir 10. apríl 2007 10:00 Þórhallur Heimisson ætlar ekki að fara út í neinar guðfræðilegar hártoganir heldur verður ævisaga Maríu fyrst og fremst sagnfræði. Séra Þórhallur Heimisson hefur samið við bókaútgáfuna Sölku um útgáfu á ævisögu Maríu Magdalenu. Þórhallur hefur gengið með hugmyndina í maganum síðan 2004 þegar hann byrjaði með námskeiðið um Da Vinci lykilinn en þar leikur María stórt hlutverk. Þórhallur tekur undir þau orð að María sé ein umdeildasta kona kristindómsins og það hafi lengi staðið styr um hlutverk hennar. „Kirkjan gerði hana að gleðikonu á fimmtu öld,“ útskýrir hann. Þórhallur bætir því jafnframt við að honum hafi verið kennt það í sínum sunnudagsskóla og vafalítið tíðkist það enn sums staðar. „Eftir því sem aldirnar hafa liðið hefur Maríu síðan verið falið nýtt og nýtt hlutverk en þau stangast algjörlega á við það sem upprunalegu heimildirnar segja,“ segir Þórhallur sem hefur viðað að sér gríðarlega miklu magni af heimildum og telst til að þetta sé í fyrsta skipti sem ævisaga Maríu sé fest niður á bók með þessum hætti. „Ég hef verið að athuga bæði hér heima og erlendis hvort eitthvað svona hafi verið gert áður en mér hefur enn ekki tekist að koma auga á það.“ Þórhallur mun nýta sér mikið af kristnum heimildum en líka helgi- og dýrlingasögur sem hann segir vera mikið til af. „Ég ætla jafnframt að vera með sérstakan kafla þar sem hlutverki Maríu í poppmenningunni verða gerð skil en hún er ansi mikilvæg í söngleikjum á borð við Jesus Christ Superstar og áðurnefndri bók Dan Brown um Da Vinci lykilinn,“ segir Þórhallur. „Það á eflaust eftir að koma fólki á óvart hversu margar útgáfur eru til af sögu Maríu,“ útskýrir Þórhallur sem hyggst reyna að leita svara við ýmsum áleitnum spurningum á borð við hvort María hafi verið eiginkona Jesú og hvort hún hafi staðið honum mun nærri en lærisveinarnir. Hann tekur þó skýrt fram að ætlunin með bókinni sé ekki að fara út í guðfræðilegar hártogarnir heldur verði ævisaga Maríu fyrst og fremst sagnfræði. „Ég reikna með að fara á fullt í að skrifa bókina eftir að páskatörninni er lokið. Efnið er til en nú er bara að koma því í eina samfellda heild.“ Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Séra Þórhallur Heimisson hefur samið við bókaútgáfuna Sölku um útgáfu á ævisögu Maríu Magdalenu. Þórhallur hefur gengið með hugmyndina í maganum síðan 2004 þegar hann byrjaði með námskeiðið um Da Vinci lykilinn en þar leikur María stórt hlutverk. Þórhallur tekur undir þau orð að María sé ein umdeildasta kona kristindómsins og það hafi lengi staðið styr um hlutverk hennar. „Kirkjan gerði hana að gleðikonu á fimmtu öld,“ útskýrir hann. Þórhallur bætir því jafnframt við að honum hafi verið kennt það í sínum sunnudagsskóla og vafalítið tíðkist það enn sums staðar. „Eftir því sem aldirnar hafa liðið hefur Maríu síðan verið falið nýtt og nýtt hlutverk en þau stangast algjörlega á við það sem upprunalegu heimildirnar segja,“ segir Þórhallur sem hefur viðað að sér gríðarlega miklu magni af heimildum og telst til að þetta sé í fyrsta skipti sem ævisaga Maríu sé fest niður á bók með þessum hætti. „Ég hef verið að athuga bæði hér heima og erlendis hvort eitthvað svona hafi verið gert áður en mér hefur enn ekki tekist að koma auga á það.“ Þórhallur mun nýta sér mikið af kristnum heimildum en líka helgi- og dýrlingasögur sem hann segir vera mikið til af. „Ég ætla jafnframt að vera með sérstakan kafla þar sem hlutverki Maríu í poppmenningunni verða gerð skil en hún er ansi mikilvæg í söngleikjum á borð við Jesus Christ Superstar og áðurnefndri bók Dan Brown um Da Vinci lykilinn,“ segir Þórhallur. „Það á eflaust eftir að koma fólki á óvart hversu margar útgáfur eru til af sögu Maríu,“ útskýrir Þórhallur sem hyggst reyna að leita svara við ýmsum áleitnum spurningum á borð við hvort María hafi verið eiginkona Jesú og hvort hún hafi staðið honum mun nærri en lærisveinarnir. Hann tekur þó skýrt fram að ætlunin með bókinni sé ekki að fara út í guðfræðilegar hártogarnir heldur verði ævisaga Maríu fyrst og fremst sagnfræði. „Ég reikna með að fara á fullt í að skrifa bókina eftir að páskatörninni er lokið. Efnið er til en nú er bara að koma því í eina samfellda heild.“
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira