Vandinn við Kafka 2. apríl 2007 07:30 Ástráður Eysteinsson fjallar um Kafka og vandann við að skilja verk hans. MYND/Hari Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og þýðandi, heldur erindi um nóvelluna Umskiptin eftir Franz Kafka í dag. Erindi sitt kallar Ástráður „„Þetta var ekki draumur“: Vandinn að skilja og þýða Umskiptin“ en verk það, ásamt skáldsögunni Réttarhöldunum, er með þekktustu verkum Kafka og jafnframt eitt frægasta sagnaverk evrópskra bókmennta á 20. öld. Þetta er saga sem margir þekkja og hafa lesið en jafnframt verk sem enn vefst mjög fyrir þeim sem leitast við að túlka eða „skýra“ hana – svo mjög raunar, að rætt hefur verið um „örvæntingu túlkandans“. Í erindinu verður spurt hvaða þröskuldar mæti skilningi lesenda í sögunni. Í því samhengi verður einnig velt vöngum yfir reynslunni af því að þýða slíkt verk yfir á íslensku. Erindið flytur Ástráður á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem skipuleggur fyrirlestraröðina „Þýðing öndvegisverka“. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 111 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 16.30 í dag. Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og þýðandi, heldur erindi um nóvelluna Umskiptin eftir Franz Kafka í dag. Erindi sitt kallar Ástráður „„Þetta var ekki draumur“: Vandinn að skilja og þýða Umskiptin“ en verk það, ásamt skáldsögunni Réttarhöldunum, er með þekktustu verkum Kafka og jafnframt eitt frægasta sagnaverk evrópskra bókmennta á 20. öld. Þetta er saga sem margir þekkja og hafa lesið en jafnframt verk sem enn vefst mjög fyrir þeim sem leitast við að túlka eða „skýra“ hana – svo mjög raunar, að rætt hefur verið um „örvæntingu túlkandans“. Í erindinu verður spurt hvaða þröskuldar mæti skilningi lesenda í sögunni. Í því samhengi verður einnig velt vöngum yfir reynslunni af því að þýða slíkt verk yfir á íslensku. Erindið flytur Ástráður á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sem skipuleggur fyrirlestraröðina „Þýðing öndvegisverka“. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 111 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 16.30 í dag.
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira