Kanna möguleika miðilsins 13. mars 2007 08:15 Þversagnakenndar sjálfsmyndir Kimiko Yoshida „líkir eftir sjálfri sér“ og ummyndar sjálfa sig með vísan til ólíkra helgisiða. Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina. Sýningarstjórinn Isabelle de Montfumat hefur unnið náið með listamönnunum sem hún valdi til þátttöku í þessu verkefni. Sýningin hófst í París og ferðast nú um heiminn. „Markmiðið með sýningunni er að sjá hvernig myndlistarmenn geta nýtt sér nýja möguleika í samtímaljósmyndun og hvernig skynjun getur breyst með ólíkum miðlum.“ Hún vísar þar ekki aðeins til framfara í ljósmyndatækni heldur einnig til breyttrar heimsmyndar og þróunar listarinnar. „Mér er ekki svo hugað um „ljósmyndarann“ sjálfan heldur hvað myndlistarfólk getur gert við þennan miðil og hvernig það nýtir sér hann.“ Isabelle útskýrir að nú sé komin fram ný kynslóð af mikilvægum listamönnum í Frakklandi og marga þeirra hafi hún valið til þátttöku á sýninguna. Í hópnum eru auk þess tveir af virtari myndlistarmönnum Frakka; gjörningalistakonan Orlan, sem þekkt er fyrir líkamsgjörninga sína, en hún var til dæmis þátttakandi á sýningunni Flögð og fögur skinn á Listahátíð árið 1998 þar sem listrænar „lýtaaðgerðir“ hennar vöktu mikið umtal, og myndlistarmaðurinn Roman Opalka, sem hefur unnið að sjálfsmyndarverki sínu „Momento Mori“ frá árinu 1965. Isabelle segir að andlitsmyndir og sjálfsmyndir hafi frá upphafi verið lykilþáttur í ljósmyndum en hún lítur á verkin á sýningunni sem „sjálfsmyndir sem teknar eru inn á við“. Myndirnar eru afar fjölbreyttar og listamennirnir nota mjög ólíka tækni og nálganir á miðilinn, ljósmyndin er þannig ekki tæki til skráningar minninga heldur listrænt tæki í heimi sem verður sífellt sjónrænni. Verkin spanna allt frá hreinklassískum verkum til „hreinna myndskratta“ eins og segir í sýningarskrá; „draummyndir, myndir af sjálfsmyndum þjóða, heimspekilegar myndir og félagsfræðilegar, skyndimyndir og uppstilltar. fagurfræði filmubútsins Ljósmyndir Suzanne Lafont véfengja tengslin milli texta og myndar og setja áhorfandann í óvænta stöðu. mynd/Galerie Anne de Villepoix Þar má líka leita nýrra kennda – einkum í því hvernig listamaðurinn fangar lit, fegurð og viðkvæmni andlitsins; birtu, útlínur, hvarfmörk; spennu og tómarúm; það sem er viljandi, það sem er óviðráðanlegt og loks hið alveg uppstillta.“ Samtímaljósmyndun hefur þannig frelsað sig undan forhugmyndum okkar um ljósmyndina, því eins og Isabelle bendir á hafa myndlistarmenn tekið hana í sína þjónustu og gefið henni nýja vídd. Sýningin stendur til 12. maí. Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina. Sýningarstjórinn Isabelle de Montfumat hefur unnið náið með listamönnunum sem hún valdi til þátttöku í þessu verkefni. Sýningin hófst í París og ferðast nú um heiminn. „Markmiðið með sýningunni er að sjá hvernig myndlistarmenn geta nýtt sér nýja möguleika í samtímaljósmyndun og hvernig skynjun getur breyst með ólíkum miðlum.“ Hún vísar þar ekki aðeins til framfara í ljósmyndatækni heldur einnig til breyttrar heimsmyndar og þróunar listarinnar. „Mér er ekki svo hugað um „ljósmyndarann“ sjálfan heldur hvað myndlistarfólk getur gert við þennan miðil og hvernig það nýtir sér hann.“ Isabelle útskýrir að nú sé komin fram ný kynslóð af mikilvægum listamönnum í Frakklandi og marga þeirra hafi hún valið til þátttöku á sýninguna. Í hópnum eru auk þess tveir af virtari myndlistarmönnum Frakka; gjörningalistakonan Orlan, sem þekkt er fyrir líkamsgjörninga sína, en hún var til dæmis þátttakandi á sýningunni Flögð og fögur skinn á Listahátíð árið 1998 þar sem listrænar „lýtaaðgerðir“ hennar vöktu mikið umtal, og myndlistarmaðurinn Roman Opalka, sem hefur unnið að sjálfsmyndarverki sínu „Momento Mori“ frá árinu 1965. Isabelle segir að andlitsmyndir og sjálfsmyndir hafi frá upphafi verið lykilþáttur í ljósmyndum en hún lítur á verkin á sýningunni sem „sjálfsmyndir sem teknar eru inn á við“. Myndirnar eru afar fjölbreyttar og listamennirnir nota mjög ólíka tækni og nálganir á miðilinn, ljósmyndin er þannig ekki tæki til skráningar minninga heldur listrænt tæki í heimi sem verður sífellt sjónrænni. Verkin spanna allt frá hreinklassískum verkum til „hreinna myndskratta“ eins og segir í sýningarskrá; „draummyndir, myndir af sjálfsmyndum þjóða, heimspekilegar myndir og félagsfræðilegar, skyndimyndir og uppstilltar. fagurfræði filmubútsins Ljósmyndir Suzanne Lafont véfengja tengslin milli texta og myndar og setja áhorfandann í óvænta stöðu. mynd/Galerie Anne de Villepoix Þar má líka leita nýrra kennda – einkum í því hvernig listamaðurinn fangar lit, fegurð og viðkvæmni andlitsins; birtu, útlínur, hvarfmörk; spennu og tómarúm; það sem er viljandi, það sem er óviðráðanlegt og loks hið alveg uppstillta.“ Samtímaljósmyndun hefur þannig frelsað sig undan forhugmyndum okkar um ljósmyndina, því eins og Isabelle bendir á hafa myndlistarmenn tekið hana í sína þjónustu og gefið henni nýja vídd. Sýningin stendur til 12. maí.
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist