Heinesen í heimsókn 7. mars 2007 06:45 Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listmanna og á sérsýningum, síðast í Gallerí Borg 1993. Hann átti verk á samsýningum hér síðast 2005 í Hafnarborg, en þar áður 1998, 1983 og 1961. Zacharias Heinesen á sér margar hliðar sem myndlistarmaður. Hann teiknar og málar olíu- og vatnslitamálverk ásamt því að gera bókaskreytingar, litógrafíur, tréristur og klippimyndir. Zacharias hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann eru í eigu erlendra og íslenskra safna. Hann hefur einnig skreytt opinberar stofnanir og verk hans farið á færeysk frímerki og opinberar byggingar. Zacharias Heinesen fæddist 1936 í Þórshöfn í Færeyjum og er sonur rithöfundarins William Heinesen. Hann nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Sigurði Sigurðarsyni í eitt ár, en stundaði síðan nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963. Hann kom sér upp vinnustofu í Þórshöfn þaðan sem sér vítt yfir bæinn og hefur útsýnið veitt honum endalaus viðfangsefni. Árið 1986 hlaut Zacharias Heinesen heiðursverðlaun Henry Heerup og frímerki skreytt myndum eftir hann voru gefin út í Færeyjum árið 2001. Zacharias Heinesen dvaldi í gistivinnustofu Hafnarborgar árið 2005. Sýningin ber heitið ZH06 og var sett upp í Listahöllinni í Þórshöfn í fyrra. Henni fylgir falleg sýningarskrá sem geymir greinarstúfa um listamanninn eftir þau Inger Smærup Sörensen, Gunnar Hoydal, Bárð Jakúpsson, Bent Ivre og Kinnu Poulsen. Þar eru ágætar lýsingar á eigindum Zachariasar, áhrifavöldum hans og þroska. Hann verður að telja einn merkilegasta málara frænda okkar nú um stundir og ættu áhugamenn um myndlist ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 9. apríl. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listmanna og á sérsýningum, síðast í Gallerí Borg 1993. Hann átti verk á samsýningum hér síðast 2005 í Hafnarborg, en þar áður 1998, 1983 og 1961. Zacharias Heinesen á sér margar hliðar sem myndlistarmaður. Hann teiknar og málar olíu- og vatnslitamálverk ásamt því að gera bókaskreytingar, litógrafíur, tréristur og klippimyndir. Zacharias hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann eru í eigu erlendra og íslenskra safna. Hann hefur einnig skreytt opinberar stofnanir og verk hans farið á færeysk frímerki og opinberar byggingar. Zacharias Heinesen fæddist 1936 í Þórshöfn í Færeyjum og er sonur rithöfundarins William Heinesen. Hann nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Sigurði Sigurðarsyni í eitt ár, en stundaði síðan nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963. Hann kom sér upp vinnustofu í Þórshöfn þaðan sem sér vítt yfir bæinn og hefur útsýnið veitt honum endalaus viðfangsefni. Árið 1986 hlaut Zacharias Heinesen heiðursverðlaun Henry Heerup og frímerki skreytt myndum eftir hann voru gefin út í Færeyjum árið 2001. Zacharias Heinesen dvaldi í gistivinnustofu Hafnarborgar árið 2005. Sýningin ber heitið ZH06 og var sett upp í Listahöllinni í Þórshöfn í fyrra. Henni fylgir falleg sýningarskrá sem geymir greinarstúfa um listamanninn eftir þau Inger Smærup Sörensen, Gunnar Hoydal, Bárð Jakúpsson, Bent Ivre og Kinnu Poulsen. Þar eru ágætar lýsingar á eigindum Zachariasar, áhrifavöldum hans og þroska. Hann verður að telja einn merkilegasta málara frænda okkar nú um stundir og ættu áhugamenn um myndlist ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 9. apríl. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira