Litið til veðurs í ASÍ 3. mars 2007 14:00 Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður. Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag. Sýningin ber yfirskriftina „Veðurfar“ en listamaðurinn hefur hefur um árabil fágað og dýpkað nálgun og sýn á landslagsmyndina, bæði í málverkum sínum og með úrvinnslu í aðra miðla. Kannski má enn líta á málverkin sem ítarlegustu úrvinnsluna þar sem fletirnir spila við olíulit og striga en Guðrún vinnur jöfnum höndum í þrykk, myndbönd og flytur verkið beint á vegg eða rúðu, með málningu eða útskorinni fólíu. Á sýningunni beitir Guðrún öllum þessum aðferðum til að teikna fram umlykjandi mynd, eins konar umhverfi, þar sem áhorfandanum er sökkt inn í veröld veðurskrifaðra forma og hugleiðinga um umhleypingar, birtu og skuggaspil. Áhorfandinn er kallaður inn í veðraheim sem er mjög heimilislegur og hversdagslegur Íslendingum. Um leið opnast heimur sem er fjarstæðukenndur þegar hið alltumlykjandi munstur er komið inn á gafl. Guðrún les í landslagið eftir veðurfarinu og fylgist með því hvernig munstur umhleypinga, svo sem snjómunstur í leysingum og skaflar í hlíðum sækja á hugann eins og skrift í bók sem við ekki skiljum. Sú skrift verður ekki lesin eins og bók en krefst þó eins konar læsis sem er meira í ætt við lestur á blindraletri, í samþættingu upplifunar og afstrakt hugsunar. Sýningin stendur til 25. mars. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag. Sýningin ber yfirskriftina „Veðurfar“ en listamaðurinn hefur hefur um árabil fágað og dýpkað nálgun og sýn á landslagsmyndina, bæði í málverkum sínum og með úrvinnslu í aðra miðla. Kannski má enn líta á málverkin sem ítarlegustu úrvinnsluna þar sem fletirnir spila við olíulit og striga en Guðrún vinnur jöfnum höndum í þrykk, myndbönd og flytur verkið beint á vegg eða rúðu, með málningu eða útskorinni fólíu. Á sýningunni beitir Guðrún öllum þessum aðferðum til að teikna fram umlykjandi mynd, eins konar umhverfi, þar sem áhorfandanum er sökkt inn í veröld veðurskrifaðra forma og hugleiðinga um umhleypingar, birtu og skuggaspil. Áhorfandinn er kallaður inn í veðraheim sem er mjög heimilislegur og hversdagslegur Íslendingum. Um leið opnast heimur sem er fjarstæðukenndur þegar hið alltumlykjandi munstur er komið inn á gafl. Guðrún les í landslagið eftir veðurfarinu og fylgist með því hvernig munstur umhleypinga, svo sem snjómunstur í leysingum og skaflar í hlíðum sækja á hugann eins og skrift í bók sem við ekki skiljum. Sú skrift verður ekki lesin eins og bók en krefst þó eins konar læsis sem er meira í ætt við lestur á blindraletri, í samþættingu upplifunar og afstrakt hugsunar. Sýningin stendur til 25. mars.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira