Álfaálög á dansflokknum 26. febrúar 2007 10:00 Valgerður Rúnarsdóttir er varla ánægð með ástandið hjá Íslenska dansflokknum þar sem hvert óhappið á fætur öðru hefur riðið yfir flokkinn síðan að æfingar á Í okkar nafni hófust. Hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir Íslenska dansflokkinn undanfarnar vikur, á meðan hann stóð í æfingum fyrir sýninguna Í okkar nafni, sem frumsýnd var á föstudaginn. „Það eru nokkrir eftir heilir, við skulum orða það þannig,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, dansari. Sjálf er hún með rifinn liðþófa í hné, einn dansari fór í bakinu, annar nefbrotnaði og braut úr tönn og sá þriðji sleit liðbönd í ökkla. Þar að auki hafa pestir og veikindi herjað á hópinn. Sýningin samanstendur af tveimur verkum, en í öðru þeirra eru fjórtán dansarar, jafn margir og eru í dansflokknum. „Það hafa verið á nálum, af því það er enginn eftir til að hlaupa í skarðið vegna meiðsla,“ sagði Valgerður. Það fór því svo að æfingastjóri hópsins, Gianluca Vincentini, varð að taka að sér hlutverk. Álfar og huldufólk eru þema annars verksins, og var það orðið mál manna að einhverjir af því kyni hafi reiðst hópnum. „Við fórum í það verkefni með alls konar álfasögur í huga, og vorum að grafa upp gamlar þjóðsögur. Við sögðum einmitt við danshöfundinn, Roberto Oliván, að svona gerðist stundum hér. Fólk reyndi að byggja vegi og það gengi bara ekkert,“ sagði Valgerður. „Ég er nú eiginlega farin að hallast að því að þetta gæti bara verið,“ sagði hún og hló við. Frumsýningin fór þó fram á réttum tíma þrátt fyrir allt. „Það eru allir svo miklir fagmenn að ef eitthvað klikkar standa allir saman og leggjast á eitt. Það er þetta gamla góða: the show must go on,“ sagði Valgerður. Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir Íslenska dansflokkinn undanfarnar vikur, á meðan hann stóð í æfingum fyrir sýninguna Í okkar nafni, sem frumsýnd var á föstudaginn. „Það eru nokkrir eftir heilir, við skulum orða það þannig,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, dansari. Sjálf er hún með rifinn liðþófa í hné, einn dansari fór í bakinu, annar nefbrotnaði og braut úr tönn og sá þriðji sleit liðbönd í ökkla. Þar að auki hafa pestir og veikindi herjað á hópinn. Sýningin samanstendur af tveimur verkum, en í öðru þeirra eru fjórtán dansarar, jafn margir og eru í dansflokknum. „Það hafa verið á nálum, af því það er enginn eftir til að hlaupa í skarðið vegna meiðsla,“ sagði Valgerður. Það fór því svo að æfingastjóri hópsins, Gianluca Vincentini, varð að taka að sér hlutverk. Álfar og huldufólk eru þema annars verksins, og var það orðið mál manna að einhverjir af því kyni hafi reiðst hópnum. „Við fórum í það verkefni með alls konar álfasögur í huga, og vorum að grafa upp gamlar þjóðsögur. Við sögðum einmitt við danshöfundinn, Roberto Oliván, að svona gerðist stundum hér. Fólk reyndi að byggja vegi og það gengi bara ekkert,“ sagði Valgerður. „Ég er nú eiginlega farin að hallast að því að þetta gæti bara verið,“ sagði hún og hló við. Frumsýningin fór þó fram á réttum tíma þrátt fyrir allt. „Það eru allir svo miklir fagmenn að ef eitthvað klikkar standa allir saman og leggjast á eitt. Það er þetta gamla góða: the show must go on,“ sagði Valgerður.
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira